Fara í efni

18. fundur skipulags- og umhverfisnefnd

25.03.2020 16:00

18. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 25. mars 2020. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, Aðalbjörn Arnarson, Karl Ásberg Steinsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Gylfi Guðmundsson verktaki var í fjarfundarsambandi undir lið 1.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1.            Umræða og spurningar um hugmyndir GYG um efnistöku í Finnafirði, en málið var fyrst rætt á fundi í febrúar sl.

Gylfi Guðmundsson verktaki var í fjarfundarsambandi og kynnti hugmyndir um efnistöku í Finnafirði til útflutnings og starfsemi fyrirtækis síns.

2.            Ósk um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi frá Verkís hf., vegna vinnubúða fyrir um 20 manns 50 m fyrir austan afleggjara að Þorvaldsstöðum, ásamt uppdrætti með skipulagi búðanna. Vinnubúðirnar eru settar upp vegna framkvæmda við Norðausturveg (85).

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrirhugaða staðsetningu fyrir sitt leyti að því skilyrði uppfylltu að farið sé að lögum og reglum um alla umgengni þ.m.t. að- og fráveitu, frágangi sorps og frágangi að vinnu lokinni. Gjald er skv. gjaldskrá kr. 31.673.

Samþykkt samhljóða.

3.            Önnur mál

3.1. Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að vinna væri hafin við samantekt á helstu kostum og möguleikum sveitarfélagsins í sorpmálum. Greinargerð liggur fyrir síðar í apríl nk.

3.2. Aðalbjörn kynnti hugmyndir um gáma fyrir tengi- og hreinsistöðvar fyrir frárennsli fyrir lítil sveitarfélög. Samþykkt að fela sveitarstjóra að leita frekari upplýsinga fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:05.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?