Fara í efni

17. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

29.08.2023 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

17. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 29. ágúst 2023. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Helga Henrýsdóttir, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne, Þórir Jónsson og Björn S. Lárusson. Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð:

1. Umsókn um stækkun lóðar að Langanesvegi 26. Lóðin færist um 4 m í norður samkvæmt nýju meðfylgjandi lóðarblaði.
Umsókn frá Siggeiri Stefánssyni og Hrafngerði Ösp Elíasdóttur um stækkun lóðar við Langanesveg 26 um 4 m til norðurs. Mat skipulagsfulltrúa er að þessi breyting hafi ekki áhrif á umhverfi.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir breytinguna og felur sveitarstjóra að senda hana til byggingafulltrúa og HMS til skráningar. Sveitarstjóra er falið að kanna lóðarmörk við Langholt 2.

Samþykkt samhljóða.

2. Nýtt lóðarblað vegna Hafnargötu 3 á Bakkafirði vegna MÍLU. Reiturinn færður nær götu að ósk nefndarinnar.
MÍLA hefur farið fram á að afmörkuð verði 80 m2 lóð undir tengibúnað á lóðinni Hafnargata 1. Nefndin fór fram á að lóðin yrði færð eins nálægt götu og hægt er og færði skipulagsfulltrúi reitinn nær götunni.

Bókun nefndarinnar: Sveitarstjóra er falið að leiðrétta misskilning varðandi götunúmer, á að vera Hafnargata 1. Afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

3. Breyting á innkeyrslu fyrir hugsanlegt bílastæði norðan Kjörbúðarinnar. Innkeyrslan færð norðar og gerð sameiginleg með Kjörbúðinni.
Eigendur Kjörbúðarinnar hafa fallist á gerð bílastæðis norðan við búðina sem hefði sameiginlega innkeyrslu og að versluninni (sjá meðfylgjandi tillögu og teikningu). Bílastæðið er ætlað starfsfólki og gestum Nausts, viðskiptavinum Kjörbúðarinnar og þeim sem eiga erindi á skrifstofu sveitarfélagsins.

Bókun um afgreiðslu: Nefndi samþykkir fyrirliggjandi tillögu um bílastæði og innkeyrslu. Málinu vísað til sveitarstjórar til ákvörðunar um framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða.

4. Umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá f.h. Sólarsala ehf.
Sólarsalir ehf. sækja um skráningu nýrrar fasteignar í fasteignaskrá fyrir Brúarland samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði og skráningargögnum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti skráninguna á hinni nýju landareign í fasteignaskrá og vísar málinu til byggingafulltrúa og HMS til meðferðar.

Samþykkt samhljóða.

5. Skipulagslýsing vegna deiliskipulags við Bakkafjarðarhöfn. Tillaga frá EFLU að beiðni Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og vísar málinu til hafnarnefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

6. Skipulagstillaga og auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Langanesvegar 17 – 19
Tillagan hefur verið samþykkt í byggðaráði 20.07.2023 og lögð fram til kynningar og auglýst í Lögbirtingablaðinu. Tillagan þarfnast ekki grenndarkynningar að mati skipulagsfulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

7. Snúningssvæði við rætur Gunnólfsvíkurfjalls
Þessi liður snýr að snúningssvæðinu við rætur Gunnólfsvíkurfjalls sem Vegagerðin lét gera á sínum tíma. Rætt var við og síðar gert samkomulag, milli Langanesbyggðar, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar um að opna áningarstað á austanverðu nesinu við rætur Gunnólfsvíkurfjalls með frábæru útsýni yfir Bakkaflóa og Finnafjörð. Snúningssvæðið er komið en á sínum tíma tókst ekki að klára málið og hleypa umferð að þessum stað. Í framhaldinu sofnaði málið.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra er falið að hefja viðræður við Vegagerðina og Landhelgisgæsluna með það að markmiði að svæðið verði opnað fyrir umferð yfir sumarmánuðina.

Samþykkt samhljóða.

8. Tilnefningar um fallegustu íbúðarhúsalóðina í Langanesbyggð 2023
Borist hafa 5 tilnefningar frá íbúum um fallegustu íbúðarhúsalóðina í Langanesbyggð. Tilnefningarnar eru á meðfylgjandi blaði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir innsendar tilnefningar. Mjög erfitt var að velja á milli tilnefndra garða en niðurstaðan varð að veita Hrefnu og Kristni á Brekkustíg 4 á Bakkafirði viðurkenningu fyrir „Fallegustu íbúðarhúsalóðina 2023“. Nefndinni fannst garðurinn einstaklega snyrtilegur, vel skipulagður með fjölbreyttu tegundavali og skemmtilegri nýtingu á rýmum ásamt frumlegum skreytingum. Skrifstofunni falið að láta hanna viðurkenningarskjöld.

Samþykkt samhljóða.

9. Önnur mál    
     a) Hugmyndir um byggingu gistihúsa
Sveitarstjóri gerir grein fyrir viðræðum við Karen Konráðsdóttur og Hrund Karlsdóttur vegna hugmynda um byggingu gistihúss eða möguleika á að setja upp gistiaðstöðu.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:25

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?