Fara í efni

17. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

25.03.2020 15:30

17. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 25. mars 2020. Fundur var settur kl. 15:30.

Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, Aðalbjörn Arnarson (í símasambandi) og Jónas Egilsson starfandi sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

 

Fundargerð

1.         Óveruleg breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku í námum í Miðfirði 1 og  2

Umsókn frá Vegagerðinni um breytingu aðalskipulagi vegna efnistöku í námum í Miðfirði 1 og Miðfirði 2 lögð fram. Með umsókninni fylgja uppdrættir og skýringar á breyttum aðstæðum.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd felur sveitarstjóra að láta útbúa tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

Samþykkt samhljóða.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:35.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?