Fara í efni

16. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

04.07.2023 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

16. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 4. júlí 2023. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Helga Henrýsdóttir, Sigtryggur Brynjar Þorláksson og Þorsteinn Ægir Egilsson. Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð: 

1. Breyting á deiliskipulagi Langanesvegur 17 – 19 – Íbúabyggð á miðsvæði vestan Langanesvegar.

Lagðar fram breytingar á deiliskipulagi Langanesvegar 17-19 samkvæmt umræðum á síðasta fundi nefndarinnar.

Bókun um afgreiðslu:
Nefndin samþykkir breytinguna og vísar málinu til skipulagsfulltrúa vinnslu. Grenndarkynning þarf að fara fram. Langanesvegur 13-15 (Rarik), Langanesvegur 21 og 23.

Samþykkt samhljóða.

2. Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra – yfirsýn yfir verkefnið frá SSNE

Greining á því hvar möguleg tækifæri eru til endurheimtar votlendis á NE á landi í beinni eigu sveitarfélaganna. Hér er ekki gengið á framræst land sem er í notkun.

Lagt fram til kynningar

3. Tækjahús á Bakkafirði – erindi frá Mílu um staðsetningu tækjahúss á Bakkafirði

Míla óskar eftir að fá lóð á Bakkafirði undir 9m2 hús fyrir tæki vegna breytinga á húsnæði að Hafnargötu 3.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna lausn sem hentar þörfum Mílu en vekur athygli á að húsið er í jaðri tjaldsvæðis og leggur nefndin til að byggingareitur verði við Hafnargötu. Nefndin leggur einnig áherslu á vandaðan frágang og snyrtilegt umhverfi við húsið.

Samþykkt samhljóða.

4. Langanesvegur 25 – teikningar og skráningartafla

Fyrir liggja teikningar og skráningartafla frá Dawid Potrykus vegna byggingar einbýlishúss að Langanesvegi 25.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framkomar teikningar og skráningartöflu og vísar málinu til byggingafulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

5. Bakkavegur 7 – teikningar og skráningartafla

Fyrir liggja teikningar og skráningartafla frá Dawid Potrykus vegna byggingar einbýlishúss að Bakkavegi 7.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framkomar teikningar og skráningartöflu og vísar málinu til byggingafulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

6. Markholt 1b – teikningar og skráningartafla

Lagðar fram teikningar að húsi ásamt skráningartöflu frá Vikari Má Vífilssyni vegna byggingar atvinnuhúsnæðis að Markholti 1b

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir teikningarnar og skráningartöfluna fyrir sitt leiti og vísar málinu til byggingafulltrúa.

Samþykkt samhljóða

7. Önnur mál

a) Göngustígar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að setja lagningu göngustíga á fjárhagsáætlun næsta árs. Neðan Langanesvegar á Þórshöfn og Hafnargötu á Bakkafirði.

Samþykkt samhljóða

b) Umhverfisverðlaun

Auglýst verður eftir tilnefningu til verðlauna fyrir fallegustu íbúðarhúsalóðina í Langanesbyggð. Óskað verður eftir tilnefningum frá íbúum. Verðlaunin verða afhent í lok ágúst.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14:50

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?