Fara í efni

14. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

05.02.2020 16:00

14. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 5. febrúar 2020. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Karl Ásberg Steinsson, Aðalbjörn Arnarsson og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Kristján Úlfarsson og varamenn hans tilkynntu forföll.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

 

Fundargerð

1.         Samningur við Íslenska gámafélagið o.fl. mál

Samningur við Íslenska gámafélagið frá 2017 lagður fram, en sveitarstjórn þarf að taka afstöðu til endurnýjunar nú í febrúar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur að samningur við Íslenska gámafélagið sé góður í öllum meginatriðum, sé honum framfylgt.

Nefndin mælir einnig með því að Langanesbyggð taki upp skilagáma fyrir endurvinnanlegan úrgang við gámavellina við þéttbýli í byggðalaginu. Enn fremur að sveitarfélagið móti sér stefnu um bætt skil, endurvinnslu og hirðun sorps í sveitarfélaginu sem miði að meiri endurvinnslu og minni urðun.

Nefndin óskar eftir sundurliðun kostnaðar sveitarfélagsins við sorphirðun og skilum ásamt þeim tekjum sem það hefur af sorphirðugjöldum.

Samþykkt samhljóða.

2.         Önnur mál

Engin.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:25.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?