Fara í efni

12. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

23.03.2023 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

12. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 23. mars 2023. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne, Þorri Friðriksson, varamaður… og Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Arnar Ólafsson skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins var í sambandi í gegn um fjarfundarbúnað vegna liða 4 og 5.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Lagt til að liðir 4 og 5 yrðu teknir fyrst á dagskrá þar sem skipulagsfulltrúi var í fjarfundarsambandi.

Fundargerð

1. Fundargerð 1. fundar Náttúruverndarnefndar Þingeyinga 13.03.2023
Fundargerðin lögð fram

2. Kynning á „Borgað þegar hent er“ BÞHE hraðlinum, skýrsla og gögn
Minnisblað um verkefni sambands ísl. sveitarfélaga í samstarfið við HMS og sveitarfélög frá okt 2022.

     02.01 Frá fundi sambandsins með þeim sveitarfélögum sem tóku þátt í BÞHE hraðlinum.
     02.02 Breytt innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs

Bókun um afgreiðslu: Með breytingum á móttökustöð sorps á Þórshöfn stefnir sveitarfélagið á að taka upp breytt og betra fyrirkomulag á móttöku sorps. Nefndin mun skoða nánar fyrirkomulag BÞHE fyrir Langanesbyggð og kynna sér fyrirkomulagið hjá öðrum sveitarfélögum og leita áfram ráðgjafar hjá SSNE um stefnu sambandsins og í svæðisáætlun. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar hvort möguleiki er að ráða sérstakan starfsmann sem sinnir þessum málum fyrir sveitarfélagið á undirbúningstíma og jafnvel til frambúðar.

Samþykkt samhljóða.

3. Vigtarskúr á Bakkafirði, lóðablað
Langt fram til kynningar og samþykktar á lóðamörkum.

Samþykkt samhljóða.

4. Aðalskipulag, skipulags og matslýsing. Breyting á aðalskipulagi vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar og heildarendurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafnar.
EFLA hefur lagt fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar og heildarendurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafnar.

Bókun um afgreiðslu: Í afmörkun skipulagsreits (bls. 4) kemur fram að lögreglustöð og verslun ENN 1 eru innan skipulagsreits hafnarinnar. Nefndin leggur áherslu á að mörk skipulagsins verði færð þannig að þessar byggingar verði innan skipulags miðsvæðis. Nefndin óskar eftir að í markmiðum deiliskipulagsins sé bætt við að styrkja höfnina sem andlit þorpsins og miðpunkt mannlífs á Þórshöfn. Að öðru leiti er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að breytingu á aðal- og deiliskipulagi hafnarinnar eins og þau áform voru lögð fram í upphafi.

Samþykkt samhljóða.

5. Umsókn um lóðina Miðholt 21-25 sem verður 21 – 27 ásamt teikningum af sambærilegu húsi á Grenivík og óverulegri breytingu á deiliskipulagi.
Umsókn um lóðina Miðholt 21-25.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda. Umsækjandi fór fram á breytingu á deiliskipulagi þannig að koma megi fyrir 4 100m2 íbúðum á reitnum. Óveruleg breyting á skipulaginu fylgir með umsókninni þannig að byggðar verða 4 íbúðir í stað 3 og verður Miðholt 21 - 27. Nefndin samþykkir að vísa óverulegri breytingu á deiliskipulagi til sveitarstjórnar til umfjöllunar. Að því loknu verður tillagan kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

Samþykkt samhljóða..

6. Drög að bréfi til landeigenda á Langanesi utan Heiðarfjalls.
Lögð fram drög að bréfi til landeigenda utan Heiðarfjalls vegna kynningar á hugsanlegri friðun svæðisins.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagt bréf.

Samþykkt samhljóða.

7. Svör Ísfélagsins við fyrirspurn frá nefndinni varðandi breytingar á höfninni
Forsvarsmenn Ísfélagsins hafa sent nefndinni svör við spurningum sem nefndin sendi félaginu varðandi breytingarnar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar svörin og mun nýta þau til að færa rök fyrir breytingum á höfninni gagnvart Vegagerðinni og nota svörin til að móta þær hugmyndir sem lagðar hafa verið fram vegna þeirra framkvæmda sem farið er fram á. Nefndin bendir á að enn liggja ekki fyrir kostnaðaráætlanir varðandi breytingarnar og skiptingu kostnaðar á milli sveitarfélagsins, Vegagerðarinnar og Ísfélagsins og engar tölur um hugsanlega auknar tekjur hafnarsjóðs eða umsvifa við höfnina.

Samþykkt samhljóða.

8. Önnur mál
Hnitsetning skógræktarsvæðis sunnan Þórshafnar að beiðni Skógræktarfélags Þórshafnar sem er forsenda samnings við Skógrækt ríkisins.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að úthluta Skógræktarfélagi Þórshafnar umræddu svæði. Sveitarstjóra falið að gera samning við félagið um afnot af svæðinu.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:30

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?