Fara í efni

11. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

26.11.2019 16:00

11. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 26. nóvember 2019. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, Karl Ásberg Steinsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

 

Fundargerð

1.         Betri Bakkafjörður

Ólafur Áki Ragnarsson verkefnastjóri Betri Bakkafjarðar, mætti á fundinn undir þessum lið. Hann fór áætlun verkefnisins. Hann lagði fram skýrsluna Betri Bakkafjörð – Framtíðarsýn og markmið. Skv. verkefnalista í skýrslunni eru helst meginmarkmið 3.3, 3.6, 4.1 og 4.4 sem falla undir verksvið nefndarinnar.

Ólafur Áki vék af fundi kl. 17:07.

2.         Eyrarvegur 12-16, frystihús umsókn um viðbyggingu

Lögð fram byggingarleyfisumsókn frá Faglausn, dags. 8. október 2019 vegna fyrirhugaðrar 484m2 viðbyggingar við suðurhlið frystihúss Ísfélags Vestmannaeyja við Eyrarveg 12-16 á Þórshöfn. Um er að ræða stækkun á fiskmóttöku. Vegna umsóknarinnar fylgja uppdrættir af fyrirhugaðri viðbyggingu með byggingarlýsingu.

Bókun um afgreiðslu: Vísað til hafnarnefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

3.         Nýtt húsnúmer og lóðarleigusamningur vegna leikskóla

Nýr lóðaleigusamningur lagður fram til kynningar og uppdráttur af lóðinni með breyttu húsi.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarheiti verði breytt í Miðholt 6 úr Fjarðarvegi 5b. Einnig samþykkt að fela sveitarstjóra að hafa samband við lóðarhafa Fjarðarvegar 7 um hvort hann vilji stækka lóð sína nær girðingu leikskólasvæðisins.

Samþykkt samhljóða.

4.         Deiliskipulag kirkjugarðs

Tillaga að deiliskipulagi kirkjugarðs Þórshafnarkirkju var auglýst frá 2. október 2019 með athugasemdarfresti til 20. nóvember í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir bárust frá sjö aðilum. Úrdráttur úr innsendum athugasemdum og svör skipulags- og umhverfisnefndar eru í skjali sem lagt var fram á fundinum. 

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir óverulega breytingu á tillögunni til samræmis við svör nefndarinnar við innkomnum athugasemdum og vísar tillögunni þannig breyttri til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

5.         Staða skipulagsmála

a.         Deiliskipulag athafnasvæðis. Ferli lokið og nýtt deiliskipulag hefur tekið gildi.

b.         Hesthúsahverfi. Skipulagsstofnun hefur auglýst gildistöku aðalskipulagsbreytinga. Deiliskipulagsferlinu er líka lokið.

c.         Deiliskipulagsferli miðsvæðis er lokið.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?