Fara í efni

10. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

07.02.2023 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

10. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 7. febrúar 2023. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne, Þorri Friðriksson og Þórir Jónsson. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð:

1. Fyrirspurn frá Ísfélaginu – ásamt punktum frá fundinum
Lög fram fyrirspurn frá Ísfélaginu ásamt punktum sem teknir voru saman af sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa eftir fundinn.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að vinna verkið áfram. Setja upp skipulagsferli verksins og verkþætti. Farið verði fram á það við Vegagerðina að gerðar verði athuganir á því hver áhrif þessar framkvæmdir hefðu á höfnina. Upplýsinga aflað frá Ísfélaginu hvað megi áætla að umsvif aukist og þar með tekjur hafnarinnar vegna hugsanlegra breytinga.

Samþykkt samhljóða.

2. Suðurbær – drög að skipulagi ásamt greinargerð, húsakönnun, forleifaskráningu og loftmynd af svæðinu.
Skipulagsfulltrúi hefur lagt fram greinargerð um skipulag Suðurbæjar þar sem tilgangurinn er að setja skilmála um framtíðar uppbyggingu íbúabyggðar á Þórshöfn. Tillagan verður kynnt íbúum á vinnslustigi en að því loknu fer hún til umfjöllunar í skipulagsnefnd.

Bókun um afgreiðslu: Skipulagsfulltrúa falið að vinna verkið áfram samkvæmt greinargerð til kynningar fyrir íbúa sveitarfélagsins. Nefndin bendir á mikilvægi þess að samræma skipulagið við skógræktaráætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

3. Breytingar á athafnasvæði, sameining lóða, frágangur og vegagerð
Lagðar fram til umræðu tillögur um breytingar á athafnasvæði vegna breyttra aðstæðna við sorpmóttöku, úthlutun lóða og vegagerð.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna áfram að þeim breytingum sem settar eru fram og fer fram á að sveitarstjórn taki til umfjöllunar vegagerð tengda breytingunum og samþykki viðauka vegna þeirra þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir

Samþykkt samhljóða.

4. Skipting lóða Fjarðarvegur 2 og 4
Festi ehf. hefur farið fram á að lokið verði við gerð skiptingu lóðar á milli björgunvarsveitarhúss og lóðar N1. Langt fram lóðarblað frá 2019 um skiptingu lóðar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Festi um skiptingu lóða samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

5. Önnur mál
Umræður um áningastað á Brekknaheiði.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:10

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?