Fara í efni

10. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

22.10.2019 16:00

10. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 22. október 2019. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Almar Marinósson, Elías Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

 

Fundargerð

1.         Ósk um aðstöðu fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki á Bakkafirði

Tölvupóstur dags. 9. október ásamt teikningum og myndum frá Axel Walterssyni, lagður fram. Farið er fram á stöðuleyfi við höfnina á Bakkafirði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki vegna fyrirhugaðrar hvala- og fuglaskoðunar, gönguferða og sjónstangaveiði. Erindið var einnig lagt fyrir hafnarnefnd 7. október sl.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur undir álit hafnarnefndar og samþykkir stöðuleyfi fyrir sitt leyti. Staðsetning mannvirkja, lagnaleiðir og annað skal ákveðið í samvinnu við sveitarstjóra, forstöðumann þjónustumiðstöðvar og hafnarnefnd.

2.         Erindi frá Minjastofnun 17. október 2019 um skráningu jarðfastra minja

Tölvupóstur frá Sædísi Gunnarsdóttur hjá Minjastofnun, lagður fram. Þar eru almennar leiðbeiningar um skráningu fornleifa, húsa og mannvirkja áður en gengið er frá aðal- og deiliskipulagi.

3.         Hreint loft til framtíðar – áætlun umloftgæði á Íslands 2018-2029

Tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dags. 16. október sl. lagður fram. Einnig lagðar fram skýrslur um loftgæði á Íslandi, dags. í ágúst 2019, nóvember 2019 og ársskýrsla um loftgæði 2017, útgefin í ágúst 2019.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:12

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?