Fara í efni

1. fundur Skipulags- og umhverfisnefndar

28.07.2022 14:00

 

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

1. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 28. júlí 2022. Fundur var settur kl. 14:00.
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne og Mirjam Blekkenhorst (varamaður fyrir Þorra Friðriksson).
Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð:

 1. Nefndin skiptir með sér verkum og fjallar um starf nefndarinnar.

Formaður: Hildur Stefánsdóttir
Varaformaður: Þorsteinn Ægir Egilsson
Tillaga að fyrirkomulagi:
Fundartími á kjörtímabilinu: Á fimmtudögum kl. 14:00 í nefndarviku.
Ritun fundargerðar á kjörtímabilinu: Starfsmaður á skrifstofu Langanesbyggðar ritar fundargerð.
Fundargögn: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Teams verði notað sem gagnaveita fyrir nefndina framvegis.

 2. Bríet leigufélag. Fyrirspurnir um lóðir.

Nefndin þakkir áhugasömum verktökum fyrir erindin og samþykkir að áhugasömum verktökum verði sent kort með lausum lóðum og gjaldskrá vegna gatnagerðar. (linkur á kortið). Deiliskipulag má finna á skipulag.is .

 3. Erindi frá Ísfélagi Vestmannaeyja um byggingarleyfi vegna byggingar á hafnarsvæði, viðbygging nr. MHL 17.

Nefndin samþykkir framlagða umsókn og framlagðar teikningar og vísar þeim til byggingarfulltrúa til formlegrar afgreiðslu.

 4. Erindi frá Faglausn ehf, f.h. Áka Guðmundssonar um byggingarleyfi, Bergholt 1, Bakkafjörður.

Nefndin samþykkir framlagða umsókn með þeim fyrirvara að nýtt lóðarblað verði unnið þar sem lóðirnar, Bergholt 1 og Bergholt 2, verði sameinaðar og lóðin stækkuð út að Hafnargötu. Erindinu er vísað til byggingarfulltrúa til formlegrar afgreiðslu.

 5. Erindi frá Albert H. Sigurðssyni og Huldu Kristínu Baldursdóttur um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Háholt 2 á Þórshöfn

Nefndin samþykkti að veita stöðuleyfi til 1 árs samkvæmt gildandi reglum um umsýslugjald vegna hluta utan geymslusvæða í Langanesbyggð.

 6. Erindi frá Þórði Þórðarsyni um leiðréttingu á fyrri umsókn um lóð.

Nefndin samþykkir leiðréttingu á skráðu heimilisfangi fyrri umsóknar. Rétt skráð heimilisfang er Háholt 4.

 7. Skýrsla um fornleifaskráningu vegna deiliskipulags fyrir hafnarsvæði og suðurbæ Þórshafnar.

Lögð fram til kynningar.

 8. Hleðslustöðvar. Möguleg staðsetning á hleðslustöðvum í sveitarfélaginu.

Nefndin fjallaði um staðsetningar og fyrirkomulag fyrir (hrað)hleðslustöðvar. Umræður fóru fram um málið.

 9. Ný útgáfa af erindisbréfi fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd lögð fram til kynningar.

Umræður fóru fram um málið.

 

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?