Fara í efni

5. fundur úthlutunarnefndar menningarsjóðs Langanesbyggðar

22.05.2024 15:30

5. fundur úthlutunarnefndar menningarsjóðs Langanesbyggðar

Haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, 22. maí 2024. Fundur hófst kl. 15:30.
Mætt voru: Halldóra Sigríður Ágústsdóttir formaður, Hrafngerður Ösp Elíasdóttir, Eggert Stefánsson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð - svo var ekki og fundur settur.

Dagskrá og fundargerð

  1. Staða sjóðsins og úthlutanir 2023.
    Lagt fram til kynningar.

  2. Umsókn frá Aðalheiði Eysteinsdóttur vegna myndlistarsýningar í Sauðaneshúsi.
    Auður Lóa Guðnadóttir sækir um styrk fyrir hönd Aðalheiðar. Með umsókninni fylgir greinargerð, kostnaðaráætlun og myndir af verkum.

    Bókun um afgreiðslu:
    Nefndin samþykkir umbeðna upphæð, 180.000 kr.

    Samþykkt samhljóða.
  3. Umsókn frá Jóni Gunnþórssyni vegna hljóðupptöku.
    Með umsókninni fylgir greinargerð.

    Bókun um afgreiðslu: Nefndin lýsir ánægju yfir umsókninni en frestar afgreiðslu. Óskað er eftir frekari upplýsingum um skiptingu kostnaðarliða.

    Samþykkt samhljóða.
  4. Umsókn um styrk frá Hilmu Steinarsdóttur og Vikari Vífilssyni vegna ljósmyndasýningu á Bryggjudögum.
    Með umsókninni fylgir greinargerð.

    Bókun um afgreiðslu: Nefndin lýsir ánægju yfir umsókninni en frestar afgreiðslu. Óskað er eftir frekari upplýsingum um skiptingu kostnaðarliða.

    Samþykkt samhljóða.

  5. Umsókn frá Bakkasystrum vegna hátíðarinnar „Grásleppan“.
    Með umsókninni fylgir greinagerð.

    Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að styrkja hátíðina um 150.000 kr. en bendir umsækjendum framvegis á að sækja um styrk til byggðaráðs.

    Samþykkt samhljóða.


    Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 16:17.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?