5. fundur úthlutunarnefndar menningarsjóðs Langanesbyggðar
22.05.2024 15:30
5. fundur úthlutunarnefndar menningarsjóðs Langanesbyggðar
Haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, 22. maí 2024. Fundur hófst kl. 15:30.
Mætt voru: Halldóra Sigríður Ágústsdóttir formaður, Hrafngerður Ösp Elíasdóttir, Eggert Stefánsson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð - svo var ekki og fundur settur.
Dagskrá og fundargerð
- Staða sjóðsins og úthlutanir 2023.
Lagt fram til kynningar. - Umsókn frá Aðalheiði Eysteinsdóttur vegna myndlistarsýningar í Sauðaneshúsi.
Auður Lóa Guðnadóttir sækir um styrk fyrir hönd Aðalheiðar. Með umsókninni fylgir greinargerð, kostnaðaráætlun og myndir af verkum.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir umbeðna upphæð, 180.000 kr.
Samþykkt samhljóða. - Umsókn frá Jóni Gunnþórssyni vegna hljóðupptöku.
Með umsókninni fylgir greinargerð.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin lýsir ánægju yfir umsókninni en frestar afgreiðslu. Óskað er eftir frekari upplýsingum um skiptingu kostnaðarliða.
Samþykkt samhljóða. - Umsókn um styrk frá Hilmu Steinarsdóttur og Vikari Vífilssyni vegna ljósmyndasýningu á Bryggjudögum.
Með umsókninni fylgir greinargerð.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin lýsir ánægju yfir umsókninni en frestar afgreiðslu. Óskað er eftir frekari upplýsingum um skiptingu kostnaðarliða.
Samþykkt samhljóða. - Umsókn frá Bakkasystrum vegna hátíðarinnar „Grásleppan“.
Með umsókninni fylgir greinagerð.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að styrkja hátíðina um 150.000 kr. en bendir umsækjendum framvegis á að sækja um styrk til byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 16:17.