Fara í efni

3. fundur langbúnaðar- og dreifbýlisnefndar

20.08.2023 19:30

Fundur í landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd

3. fundur í landbúnaðar og dreifbýlisnefnd haldinn í Grásteini 20.8 2023 kl. 19:30

Mættir eru: Eggert Stefánsson, Jóhannes Ingi Árnason, Ágúst Marinó Ágústsson, Hafliði Jónsson og Soffía Björgvinsdóttir. Og að auki fjallskilastjóri Árni Gunnarsson.

Soffía ritar fundargerð.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Dagsetningar réttardaga.
Þistilfjarðardeild:
Hófaskarðsrétt 4.9
Garðsrétt 3.9
Fjallalækjarselsrétt 3.9
Álandstungurétt 10.9
Dalsrétt 9.9
Hvammsrétt 8.9
Gunnarsstaðarétt 9.9

Langanesdeild vestari:
Hallgilsstaðarétt 11.9
Tunguselsrétt 11.9
Ósrétt 20.9

Langanesdeild austari:
Miðfjarðarnesrétt 4.9
Miðfjarðarrétt 14.9
Þorvaldsstaðarétt 16.9
Skeggjastaðarétt 17.9
Bakkarétt 15.9

2. Beiðni um endurnýjun Skeggjastaðaréttar.
Nefndin leggur til að sveitarfélagið leggi út fyrir efni í endurnýjun og útlögðum kostnaði og að fjáreigendur í Langanesdeildum vinni verkið endurgjaldslaust.

3. Afgirt heimalönd á fjárlausum jörðum

Fjallskilastjóri verður í samskiptum við landeigendur um hreinsun af girtra heimalanda á fjárlausum jörðum, hreinsun verði lokið fyrir 15.10

4. Önnur mál.
Boðað verður til annars fundar þegar fjártölur í Þistilfirði liggja fyrir og klárað að raða niður göngum.

Fundi slitið kl. 22:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?