Fara í efni

2. fundur landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar

12.04.2023 14:30

Fundur í landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd

2. fundur landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, miðvikudaginn 12. apríl 2023. Fundur var settur kl. 14:30.

Mætt voru: Eggert Stefánsson, Árni Gunnarsson, Hafliði Jónsson, Jóhannes Ingi Árnason og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.

Dagskrá

1. Tillaga að samræmingu reglna og verðskrár fyrir refaveiðar.
2. Minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um ágang búfjár í ljósi álits umboðsmanns Alþingis
3. Önnur mál
    a) Girðingamál

Fundargerð

 

1. Tillaga að samræmingu reglna og verðskrár fyrir refaveiðar.
Formaður lagði fram tillögu að reglum og verðskrá fyrir refaveiðar í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að greiðslur vegna vetrarveiði/hlaupadýra verði kr. 10.000 + vsk. Reglurnar og verðskráin öðlast gildi við samþykki sveitarstjórnar. Þó öðlast sá hluti er varðar greiðslur vegna vetrarveiði/hlaupadýra gildi 1. ágúst 2023.

Samþykkt samhljóða.

2. Minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um ágang búfjár í ljósi álits umboðsmanns Alþingis
Lagt fram minnisblað frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga um ágang búfjár. Lögmanni sambands sveitarfélaga hefur verið send fyrirspurn um hvað minnisblaðið þýði fyrir búfjárhald, beit og smölun í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Málinu frestað þar til svör hafa borist frá lögmanni sambandsins varðandi fyrirspurnina. Minnisblaðið ásamt bréfi sambandsins verða sent nefndarmönnum þar sem þessi gögn bárust ekki nefndarmönnum.

3. Önnur mál  
     a) Girðingamál
Rætt um girðingu yfir Brekknaheiði sem kostuð yrði af Vegagerðinni. Fram kom hugmynd um að sveitarfélagið kostaði framkvæmdir þar til ljóst er hvort Vegagerðin tekur þátt í kostnaði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur mikla áherslu á við sveitarstjórn að farið verði í að girða Brekknaheiði sumarið 2023 og verkið kostað af sveitarfélaginu. Lögð verði áhersla á það við Vegagerðina að fá stofnunina til að kosta girðinguna og endurgreiða sveitarfélaginu kostnaðinn. Óskað er eftir því að sveitarstjórn taki ákvörðun um málið sem fyrst.

     b) Minkaveiðar með hundum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að semja við veiðimann um minkaleit með hundum á svæðinu: Svalbarðsárós að Krossárós vorið 2023. Áætlaður kostnaður við slíkar veiðar er eftirfarandi samkvæmt tilboði: Kr. 5.500.- + vsk á tímann og akstur kr. 110.- pr. km.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?