Fara í efni

1. fundur landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar

13.02.2023 19:30

1 . fundur landbúnaðar og dreifbýlisnefndar

Mættir á fund eru: Eggert, Ingi, Hafliði, Soffía og Ágúst Marinó. Einnig Árni Gunnarsson fjallskilastjóri.

Fundur settur 19:30.

Dagskrá fundar

1. Reikningar fjallskiladeilda.
2. Skilaréttir Sveitarfélagsins.
3. Girðing með vegi um Brekknaheiði.
4. Önnur mál.

1. Lagðir fram reikningar fjallskiladeilda.

Samþykktir.

2. Skilaréttir Sveitarfélagsins
Þær eru 5. Í Þistilfjarðardeild er Garðsrétt og Gunnarsstaðarétt. Í Langanesdeild eru Ósrétt, Hallgilsstaðarétt og Miðfjarðarnesrétt sem sveitarfélagið á. Samningur er til um Garðsrétt frá 2008. Gera þarf samning um Gunnarsstaðarétt fyrir komandi haust.

3. Tillaga
Nefndin leggur til að í stað þess að endurnýja girðingu yfir Saurbæjarheiði, að sveitarfélagið leiti eftir samkomulagi við Vegagerðina um að girða yfir Brekknaheiði, innan eðlilegra marka frá veglínu þó svo að framkvæmdir við nýjan veg séu ekki hafnar. Sveitarfélagið kosti girðinguna þar til framkvæmdum við nýjan veg er lokið.

4. Eggerti falið að móta tillögu og koma niður á blað svæðaskiptingu á grenjaleit í Þistilfirði.

Nefndin minnir á nauðsyn þess að ormahreinsun allra hunda í sveitarfélaginu fari fram sem fyrst.

Fundi slitið kl: 22:50

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?