Fara í efni

8. fundur hverfisráðs dreifbýlis

15.06.2021 17:30

Fundargerð hverfisráð dreifbýlis

8. fundur í hverfisráði dreifbýlis, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðarvegi 3 Þórshöfn, þriðjudaginn 15. júní 2021. Fundur hófst kl. 17:30.

Mættir: Steinunn Anna Halldórsdóttir, Kristinn Lárusson, Jóhann Ingi Árnason og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Dagskrá

1. Fjallskiladagsetningar og nýafstaðinn fundur um fjallskil

Sveitarstjóri fór yfir umræður á opnun fundi um fjallskil sem haldinn var 8. júní sl. í Þórsveri.

Tillaga fjallskilastjóra að dagssetningum fjallskila og rétta haustið 2021 lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Hverfaráð vill minna á ákvæði 23. gr. „Fjallskilasamþykktar fyrir svæðið austan Vaðlaheiðar að mörkum Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps“ frá 7. júlí 2010 nr. 618, um gangnarof og felur fjallskilastjóra, eftir samráð við gangnastjóra, að framfylgja ákvæðum greinarinnar.

Samþykkt samhljóða.

2. Fjallaskálar

Fyrir liggur samþykki landeigenda fyrir endurnýjun skála við Kverkártungu. Ákveða þarf hvers konar hús við viljum eða þurfum þarna. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og koma með tillögu fyrir nefndarmenn.

3. Styrkvegir 2021

Langanesbyggð fær úthlutað kr. 3.500.000,- í styrkvegafé á þessu ári. Fjármagnið verður nýtt í Kverkártunguveg að þessu sinni, aðkomu að brú o.fl.

4. Önnur mál

Engin.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?