Fara í efni

7. fundur dreifbýlisráðs

26.03.2021 00:00

Fundargerð hverfisráð dreifbýlis

7. fundur í hverfisráði dreifbýlis, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðarvegi 3 Þórshöfn, föstudaginn 26. mars 2021. Fundur hófst kl. 12:00.

Mættir: Steinunn Anna Halldórsdóttir, Þórður Úlfarsson og Kristinn Lárusson, Jónas Egilsson sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Jóhann Ingi Árnason sat fundinn einnig.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Dagskrá

1. Fjallaskálar – staða mála

Lagt fram erindi frá formanni félags eigenda Kverártungu, dags. 25. febr. 2021 sem svar við fyrirspurn sveitarfélags vegna endurbyggingu gangnamannakofa í landi Kverártungu.

Samþykkt að endurnýja fjallaskálann á Kverkártungu í sumar í samráði við landeigendur, eins og fram kemur í ofangreindu bréfi þeirra. Ákveðið að kynna fyrirhugaðar breytingar á fjallaskálum fyrir hlutaðeigandi landeigendum.

Einnig samþykkt að leita eftir samstarfi sveitarfélags og bænda við að reisa skálann, en gert er ráð fyrir að sveitarfélagið komi skálanum á staðinn og sjái um undirbúning og skipulagningu.

2. Styrkvegafé 2021

Lögð fram umsókn um styrk til viðhalds á brúnni yfir Litlu-Kverká, dags. 6. desember 2020 frá formann félags eigenda Kverkártungu.

Bókun um afgreiðslu: Hverfaráð mælir með því að fjárveiting vegna styrkvega á þessu ári verði veitt í viðgerðir á brúnni yfir Litlu-Kverká og aðkomu að henni sem og lagfæringar á vegi inn Kverkártungu. Sveitarstjóra falið að útbúa umsókn þar að lútandi til Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

3. Fundur um fjallskilamál

Bókun um afgreiðslu: Hverfaráð mælir með sérstökum fundi um stefnu sveitarfélagsins í fjallskilamálum og uppbyggingu fjallaskála o.fl.

Samþykkt.

4. Uppgjör vegna fjallskila 2020

Lagt fram yfirlit um fjallskilagjöld 2020 með hliðsjón af álögðum „landgjöldum“ á allar jarðir í Langanesbyggð. Gert verður upp við bændur og landeigendur strax eftir páska.

5. Fjallskil 2021

Almenn umræða.

6. Önnur mál

Engin.

Fundi slitið kl. 13:45.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?