Fara í efni

5. fundur í hverfisráði dreifbýlis

10.12.2020 14:30

5. fundur í hverfisráði dreifbýlis, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðarvegi 3 Þórshöfn, fimmtudaginn 10. desember 2020. Fundur hófst kl. 14:30.

Mættir: Steinunn Anna Halldórsdóttir, Þórður Úlfarsson, Kristinn Lárusson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1.            Fundur með refaveiðimönnum

Lagt til að boðað yrði til opins fundar með refaveiðimönnum í byrjun næsta árs.

Samþykkt.

2.            Fjallskilamál Langanesbyggðar

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóri Langanesbyggðar ber ábyrgð á útgáfu gangnaseðils sveitarfélagsins og skal gera tillögu um framkvæmd og skipulag fjallskila ár hvert. Í því felst, ákvörðun fjallskilagjalds, mat á kostnaði við göngur, gerð tillagna um dagsetningar fjallskila og annað skipulag. Einnig að gangnaseðill verði kynntur eigi síðar en í apríl ár hvert. Í kjölfarið skal gangnaseðill birtur á heimasíðu sveitarfélagsins til kynningar og umsagnar.

Nefndin leggur til að Jóhannes Ingi Árnason Hallgilsstöðum verði sérstakur ráðgjafi sveitarstjóra við gerð og vinnslu gangnaseðils. Fjallskilastjóra og ráðgjafa verði heimilt að kalla einn til tvo menn sér til ráðgjafar ef þurfa þykir, skv. 3. gr. fjallskilasamþykkta Langanesbyggðar.

Enn fremur er samþykkt að leggja til að skrifstofa sveitarfélagsins sjái um innheimtu og skil fjallskilagjalda. Nefndin leggur til að í fjallskilasjóði verði sérstaklega haldið til haga í uppgjöri sveitarfélagsins, sbr. 5. gr. fjallskilasamþykktar Langanesbyggðar, og að tekjur og gjöld sjóðsins verði kynnt árlega fyrir byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

3.            Fjallaskálar

Ástand núverandi fjallaskála er óviðunandi. Í drögum að fjárhagáætlun fyrir 2021 er gert ráð fyrir fjárveitingu til endurbóta.

Bókun um afgreiðslu: Dreifbýlisráð leggur til að allir skálarnir verði endurnýjaðir á næstu árum. Lagt er skoðaðir verði möguleikar á aukinni nýtingu á skálunum með tilliti til ferðamennsku, útivistar og almennra afnota íbúa. Samhliða er lagt til að sameining skála verði skoðuð.

Samþykkt samhljóða.

4.            Styrkvegamálin

Alls fengust 3,5 m.kr. til framkvæmda á þessu ári frá Vegagerðinni Farið var í lagfæringar á vegi upp Tunguselsheiði, inn fyrir skálann. Að auki lagði Veiðfélag Hafralónsár um 1,5 m.kr. í framkvæmdir í veginn frá Tunguseli upp á Grímólfsá.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að haldið verði áfram samkvæmt uppfærðri áætlun dreifbýlisráðs um uppbyggingu styrkvega í Langanesbyggð.

Samþykkt samhljóða.

5.            Ónýtar girðingar

Hafin er nákvæm kortlagning á ónýtum girðingum við eyðibýli í sveitarfélaginu og hættulegum húsarústum. Von er á áfangaskýrslu um ástand þessara mála á Langanesinu, utan Brekknaheiðar, á næstu dögum.

Bókun um afgreiðslu: Dreifbýlisráð ítrekar afstöðu sveitarfélagsins um nauðsyn þess að ónýtar girðingar á eyðibýlum verði teknar niður og fjarlægðar og að hús eða leifar húsa á eyðibýlum verði trygg þannig að hvorki skepnum né mönnum stafi hætta af.

Samþykkt samhljóða.

6.            Úttekt á friðlýsingarkostum Langaness

Sveitarstjóri gerði grein fyrir úttekt sem gerð var að frumkvæði sveitarstjórnar á friðlýsingarkostum á Langanesi. Samantektin hefur verið birt á heimasíðu sveitarfélagsins og send hlutaðeigandi landeigendu til kynningar. Stefnt er að íbúafundi með umhverfisráðherra í byrjun næsta árs.

7.            Hnitsetning jarða í Langanesbyggð

Málið rætt.

8.            Önnur mál

Engin.

 

Meira ekki gert og fundi sliti klukkan 16:35.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?