Fara í efni

7. fundur hverfisráðs Bakkafjarðar

25.11.2020 16:00

Fundargerð Hverfisráð Bakkafjarðar

8. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 16:00. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólagötu 5, Bakkafirði.

Mætt voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Áki Guðmundsson, Rósa Björk Magnúsdóttir og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð. Freydís Magnúsdóttir tilkynnti forföll.

Dagskrá

1. Nýr starfsmaður við Bakkafjarðarhöfn og við Þjónustumiðstöð á Bakkafirði.
Arnmudur hefur sagt starfi sínu lausu og lætur af störfum um áramótin. Ein umsókn um starfið barst og verður gengið frá ráðningu viðkomandi fljótlega.

2. Viðgerðir á varnargarði Bakkafjarðar hafnar og aðrar framkvæmdir.
Sveitarstjóri greindi frá því að skrifað hefði verið undir samning við verktaka um viðgerð og lagfæringar á hafnargarðinum við Bakkafjarðarhöfn við fyrirtækið Ístrukk efh. sem bauð lægst. Framkvæmdir hefjast um miðjan janúar nk. Byrjað verður á efnisöflun og hreinsu á innsiglingunni. Framkvæmdum á að ljúka um miðjan maí 2021. Í kjölfarið er stefnt að því að laga til á hafnarsvæðinu. Athygli fundarins var vakin á að eftir óveðrið í fyrra brýtur meira yfir varnargarðinn yst og óvenju mikil hreyfing er á bátum við nýju flotbrygginguna. Sveitarstjóri mun vekja athygli hafnarsviðs Vegagerðarinnar á þessum vanda.

3. Samfélagssáttmáli – skólaganga barna á Bakkafirði.
Lagt fram minnisblað frá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Sveitarstjóra falið að vinna drög að tillögu úr minnisblaðinu fyrir kafla um fræðslumál í samfélagssáttmálann fyrir næsta fund.

4. Önnur mál

a. Vegrið við Tangann.
Vakin var athygli á að útlit vegriðs við Tangan væri úr stíl við útlit og starfsemi er í undirbúningi á svæðinu. Sveitarstjóri ath. þetta við Vegagerðina.
b. Útlit og ásýnd innkeyrslu að Bakkafirði.
Sveitarstjóri ætlar að láta skoða möguleika á að skipuleggja og stækka skógræktarsvæði ofan vegar inn í þorpið. Einnig var bent á möguleika á að fá styrk frá fyrirtækjum og sjóðum vegna kolefnisjöfnunar við skógrækt.
c. Jólaljós og skreytingar á Bakkafirði.
Eitthvað af uppsettum ljósum hefur bilað. Sveitarstjóri ætlar að láta athuga það og láta setja upp allar jólaskreytingar fyrir aðventuna.
d. Betri Bakkafjörður – verkefni.
Fyrirsjánanlegar eru breytingar á styrkúthlutun vegna verkefnisins og að eitthvað af styrkúhlutun kemur til endurúthlutunar. Samþykkt að skoða tillögur fyrir næsta fund ráðsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:26.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?