Fara í efni

25. fundur hverfisráðs Bakkafjarðar

27.10.2025 15:00

Fundur Hverfisráð Bakkafjarðar

25. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn mánudaginn 27. október 2025 kl. 15.00 að Skólagötu 5, Bakkafirði.

Mætt: Gunnlaugur Steinarsson, Rósa Björk Magnúsdóttir og Freydís Magnúsdóttir. Auk þess sat fundinn: Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð – svo var ekki og fundur settur.

Fundargerð

1. Drög að samningi sem sveitarstjóri lagði fyrir Marko Umicevic.
Lögð fram drög að samningi sem sveitarstjóri sendi,

2. Gagntilboð (á Íslensku) frá Marko Umicevic eftir samningaviðræður á Þórshöfn 14. október.
     02.1 Gagntilboð á ensku.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fór yfir samningsdrög sem send voru til hugsanlegs leigutaka og gagntilboð frá honum. Engar verulegar breytingar voru gerðar en sveitarstjóra falið að gera drög að einum samningi úr tilboði og gagntilboði og senda til hverfisráðs til yfirferðar áður en samningur verður lagður fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

3. Stutt kynning á Marko Umicevic
Kynningin lögð fram.

4. Önnur mál
a) Bréf frá fyrrum leigutaka um búnað sem hann óskar að skilja eftir.

Bókun um afgreiðslu: Hverfisráð gerir einstakar athugasemdir við listann og felur sveitarstjóra að koma þeim á framfæri. Komi fram eðlilegar skýringar mælir hverfisráð með því að listi sem sendur var yfir það sem fyrrum leigutaki vill skilja eftir verði samþykktur.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.

Ekki prentari á staðnum þannig að ekki var hægt að skrifa undir fundargerð.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?