Fara í efni

24. fundur hverfisráðs Bakkafjarðar

08.10.2025 16:00

Fundur Hverfisráð Bakkafjarðar

24. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn miðvikudaginn 8. október 2025 kl. 16.00 að Skólagötu 5, Bakkafirði.

Mætt: Gunnlaugur Steinarsson, Rósa Björk, Magnúsdóttir og Árni Bragi Njálsson og  Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð – svo var ekki og fundur settur. Almar Marinósson var gestur fundarins undir 1. lið.

Fundargerð

1. Almar Marinósson umhverfisfulltrúi mætti og svara spurningum nefndarfulltrúa.
Umhverfisfulltrúi gerði grein fyrir störfum sínum og svaraði spurningum. Upplýst að á Bakkafirði verði í framtíðinni grenndarstöð en að öðru leiti eru ekki fyrirhugaðar aðrar grundvallar breytingar. Vonast er til að hægt verði að loka urðunarstað á Bakkafirði áður en leyfi rennur út 2032.

2. Atvinnustefna Langanesbyggðar 2025-2030
     02.1 Atvinnustefna Langanesbyggðar – drög að kostnaði
Lögð hefur verið fram atvinnustefna Langanesbyggðar 2025 – 2030 til umsagnar ráðsins.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar framkominni atvinnustefnu og hvetur sveitarstjórn til að hrinda henni í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

3. Umsóknir um rekstur á Bakkafirði
Lagðar fram 3 umsóknir um rekstur gistingar, tjaldsvæðis og veitingastaðar á Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra að ræða frekar við einn umsækjenda um reksturinn til að byrja með og leggja hugsanleg samningsdrög fyrir nefndina,

Samþykkt samhljóða.

4. Önnur mál
     a) Hver er viðskilnaður Þóris við samningslok.
Gert er ráð fyrir að fulltrúar sveitarfélagsins fylgist með viðskilnaðinum og ræði við Þóri um framkvæmd hans.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.

Ekki prentari á staðnum þannig að ekki var hægt að skrifa undir fundargerð.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?