23. fundur hverfisráðs Bakkafjarðar
Fundur Hverfisráð Bakkafjarðar
23. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn miðvikudaginn 20. ágúst 2025 kl. 16.00 að Skólagötu 5, Bakkafirði.
Mættir: Gunnlaugur Steinarsson, Rósa Björk, Magnúsdóttir, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir og Árni Bragi Njálsson.
Auk þess sat fundinn: Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð – svo var ekki og fundur settur.
Fundargerð
1. Framhald starfs verkefnastjóra á Bakkafirði.
Óskað er eftir áliti ráðsins á stöðu og framtíð verkefnastjóra á Bakkafirði.
Bókun um afgreiðslu: Hverfisráð óskar eftir því við sveitarstjórn auglýst verði eftir starfsmanni á Bakkafirði. Starfsmanni sem sinni verklegum þáttum, hafnarvörslu og vigtun. Á Bakkafirði er komin góð aðstaða fyrir fjarvinnu sem viðkomandi gæti haft umsjón með.
Samþykkt samhljóða.
2. Framhald rekstrar gistihúss, veitingahúss og tjaldsvæðis á Bakkafirði.
Óskað er eftir áliti ráðsins um fyrirkomulag rekstrar á Bakkafirði eftir að núverandi samningur rennur út 1 nóvember.
Bókun um afgreiðslu: Hverfisráð beinir því til sveitarstjórnar að auglýsa sem fyrst þá aðstöðu sem losnar 1. nóvember á Bakkafirði, það er rekstur tjaldsvæðis, gistingar í skólanum og rekstur veitingastaðar. Hugsanlega kemur til greina að leigja út einstaka einingar ef viðunandi tilboð berst.
Samþykkt samhljóða.
3. Fjármunir sem tilheyrðu Þorrablótsnefnd Bakkafjarðar. Erindi frá skrifstofustjóra.
Skrifstofustjóri óskar eftir umræðu um málið
Bókun um afgreiðslu: Hverfisráð leggur til að Þorrablótsnefnd noti upphæðina til innkaupa fyrir samfélagið á Bakkafirði.
Samþykkt samhljóða
4. Tungubrests verkefnið. Óskað eftir áliti hverfisráðs.
Óskað er eftir að hverfisráðið ákveði og bóki hvaða skilti þau vilja fá út frá verkefninu, ég set fram nokkra valmöguleika í minnisblaðinu.
Bókun um afgreiðslu: Hverfiráð leggur til að stærðin verði A4 með mynd.
Samþykkt samhljóða.
5. Ársskýrsla Byggðastofnunar fyrir árið 2024
Skýrslan lögð fram
6. Önnur mál
A) Vakin athygli á slæmum frágangi á gangstétt þar sem hún endar við Hraunstíg
B) Óskað er eftir að brunahanar verði settir upp,
C) Sturtuaðstaða á tjaldsvæði – setja yfir frárennsli.
D) Hverfisráð ítrekar ósk sína um að fá að hitta umhverfisfulltrúa.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Ekki til prentari á staðnum og því ekki hægt að undirrita fundargerð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:25.