Fara í efni

20. fundur hverfisráð Bakkafjarðar

28.05.2024 17:00

Fundargerð Hverfisráð Bakkafjarðar

  1. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn miðvikudaginn 28. maí 2024 kl. 17.00.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólagötu 5, Bakkafirði.

Mættir eftirtaldir nefndarmenn og varamenn: Gunnlaugur Steinarsson, Rósa Björk

Magnúsdóttir, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir og Árni Bragi Njálsson.

Auk þess sat fundinn: Björn S. Lárusson sveitarstjóri, Romi Schmitz verkefnisstjóri.

Gestir: Almar Marinósson, umhverfisfulltrúi Langanesbyggðar og Reimar

Sigurjónsson, verktaki Langanesbyggðar.

Dagskrá

  1. Staða framkvæmda á Bakkafirði

Farið yfir ýmis verkefni sveitarfélagsins.

  1. Umhverfisfulltrúi

Almar Marinósson kynnti sig og verkefnin sín sérstaklega með tillit til umhverfismála og urðunarmála á Bakkafirði. Hverfisráð ræddi mismunandi tegundir af úrfærslum á hirðingu og úrgangstunnum og hvaða staðir komi til greinar fyrir uppsetningu. Umræðum var ekki lokið og stefnt er á staðarfund með Almari.

  1. Gangstétt á Bakkafirði

Hverfisráð ræddi efni í gangstétt á Bakkafirði. Athugað verður hvort lagnirnar undir eru í lagi og hvort regluleg hreinsun væri skynsamleg. Til greina kemur að leggja plastgrindur með steinum eða steypa gangstéttar. Miðað er við framkvæmdir í fyrsta áfanga við Hafnargötu frá Skólagötu að Miðvangi.

  1. Staða skógræktarfélags

Verkefnastjóranum var falið að athuga hvort áhugi sé til staðar í fund skógræktarfélags.

  1. Önnur mál
    1. Hafliði Jónsson afboðaði sig sem varamaður.
    2. Stefnt er á vinnustofu á vegum SSNE með sveitarfélaginu, verkefnisstjóra Kistunnar, atvinnu- og nýsköpunarseturs og hverfisráðinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:36.

 

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?