Fara í efni

17. fundur hverfisráð Bakkafjarðar

29.03.2023 16:30

Fundargerð Hverfisráð Bakkafjarðar

17. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn miðvikudaginn 29. mars 2023 kl. 16:30. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólagötu 5, Bakkafirði.

Mættir eftirtaldir nefndarmenn og varamenn: Gunnlaugur Steinarsson, Rósa Björk Magnúsdóttir, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir. Forföll tilkynntu: Árni Bragi Njálsson og Hafliði Jónsson. Auk þess sat fundinn: Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri. Gestur: Reimar Sigurjónsson

Dagskrá

1. Verkefni sveitarfélagsins. Boðaður á fund Reimar Sigurjónsson og farið yfir ýmis verkefni sveitarfélagsins, með það fyrir augum að fá Reimar til þeirra verka sem gætu hentað. M.a. uppsetning á leiktækjum. Sveitarstjóra jafnframt falið að taka upp samtal við eigendur útihúsa sem hætta stafar af, varðandi hrun og fok á lausamunum. Einnig umræða um ýmiskonar rusl á víðavangi í kringum þorpið.

2. Framlenging verkefnisins Betri Bakkafjörður. Hverfisráð ræddi fyrirhugaði umsókn Langanesbyggðar um framlengingu verkefnisins Betri Bakkafjörður. Hverfisráð einhuga um stuðning við þá umsókn.

3. Önnur mál. Umræða um útisvæði við höfnina á Bakkafirði. Einnig umræða um götulýsingar á Bakkafirði. Að endingu rætt um umhverfisátak og að ráðast þyrfti fljótlega aftur í slíkt átak þar sem enn væri töluvert um númeralausar bifreiðar á ýmsum lóðum og götum sem lítil prýði væri að.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?