Fara í efni

16. fundur hverfisráð Bakkafjarðar

21.09.2022 16:30

Fundargerð Hverfisráð Bakkafjarðar

16. fundur í Hverfisráði Bakkafjarðar, haldinn miðvikudaginn 21. september 2022 kl. 16:30. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólagötu 5, Bakkafirði.

Mættir eftirtaldir nefndarmenn og varamenn: Gunnlaugur Steinarsson, Rósa Björk Magnúsdóttir, Árni Bragi Njálsson, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir. Forföll tilkynntu: Hafliði Jónsson.

Auk þess sátu fundinn: Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Sigurður Guðmundsson oddviti og Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri í fjarfundarsambandi.

Dagskrá

1. Hafnartanginn – Áningarstaður við ysta haf. Umræður um hugsanleg næstu skref, einkum með tilliti til umsóknar í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða. Verkefnisstjóra falið að vinna drög að umsókn og horfa til tvegja verkþátta í þeim efnum: 1) Stígagerð um náttúru tangans, 2) Hugmyndasamkeppni um útilistaverk.

2. Endurskoðun samkomulags um rekstur gistiheimilis, verslunar, matsölu og tjaldsvæðis á Bakkafirði. Núgildandi samkomulag er til 30. september 2022. Almenn umræða um inntak samnings. Formanni hverfisráðs og verkefnisstjóra Betri Bakkafjarðar falið að taka upp samtal við rekstraraðila og að aðstoða Langanesbyggð við gerð nýs samnings.

3. Verkefnalisti Hverfisráðs Bakkafjarðar. Umræðu frestað til næsta fundar, þar sem forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar yrði boðaður.

4. Heilsuefling á Bakkafirði. Hverfisráð Bakkafjarðar óskar eftir því að Langanesbyggð kanni kosti þess að koma upp einfaldri heilsurækt á Bakkafirði og skoði fjármögnunarleiðir í samstarfi við verkefnisstjóra Betri Bakkafjarðar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?