Fara í efni

6. fundur hafnarnefndar

15.11.2023 12:00

Fundur í hafnarnefnd

6. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, miðvikudaginn 15. nóvember 2023. Fundur var settur kl. 12:00.

Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Jónas Jóhannsson og Halldór R. Stefánsson. Einnig sátu fundinn Þorri Friðriksson hafnarvörður og Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Jafnframt fór formaður fram á að liður 7 „Gjaldskrá Langaneshafna fyrir árið 2024“ yrði tekin fyrir með afbrigðum.

Samþykkt samhljóða

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar hafnarsambandsins nr. 456 frá 19.09.2023.
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð stjórnar hafnarsambandsins nr. 457 frá 19.10.2023.
Fundargerðin lögð fram

3. Staðsetning olíutanks á Bakkafirði
Samkvæmt samþykkt hafnarstjórnar á 5. fundi var þeim upplýsingum komið á framfæri við Eflu sem vinnur að gerð deiliskipulags hafnarinnar hvar vilji hafnarstjórnar væri varðandi staðsetningu olíutanks.

4. Skipulagslýsing Bakkafjarðarhafnar frá EFLU dags. 07.11.2023
Efla hefur lokið við gerð skipulagslýsingar fyrir Bakkafjarðarhöfn og er hún hér með lögð fram. Skipulagslýsingin verður kynnt samkvæmt lögum og deiliskipulagstillaga unnin í framhaldi af því. Gert er ráð fyrir staðfestingu nýs deiliskipulags vorið 2024.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd samþykkir fram komna skipulagslýsingu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við Eflu með gerð deiliskipulags.

Samþykkt Samhljóða.

5. Öldumælingalíkan frá Vegagerðinni vegna hugsanlegra breytinga á höfninni á Þórshöfn. 01.11.2023.
Vegagerðin hefur gert öldumælingar á höfninni á Þórshöfn vegna hugsanlegra breytinga á deiliskipulagi hafnarinnar. Líkanið var kynnt á sameiginlegum fundi hafnarnefndar og skipulagsnefndar.

Skýrsla Vegagerðarinnar lögð fram.

6. Tilmæli til sveitarstjórnar um tafarlausar endurbætur á höfninni á Bakkafirði.
Á 5. fundi hafnarnefndar var sveitarstjóra falið að koma þeim tilmælum til sveitarstjórnar að allt kapp væri lagt á að hraða framkvæmdum við hafnargarðinn á Bakkafirði í ljósi þess tjóns sem varð á flot-bryggju í höfninni. Meðfylgjandi bréf verður lagt fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarstjóra falið að bæta við tilmæli til sveitarstjórnar ástandi á enda norðurgarðs á Þórshöfn og lengja garðinn um a.m.k. 50m.

Samþykkt samhljóða.

7. Gjaldskrá hafna í Langanesbyggð fyrir árið 2024
Lögð fram breyting á gjaldskrá Langaneshafna samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar um hækkun á gjaldskrám. Gjöldin hækka um 7,96% en sorpgjöld um 14%.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd samþykkir fram komna gjaldskrá fyrir hafnir Langanesbyggðar.

Samþykkt samhljóða.

8. Önnur mál

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:35

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?