4. fundur hafnarnefndar
Fundur í hafnarnefnd
4. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, miðvikudaginn 8. mars 2023. Fundur var settur kl. 12:00.
Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður og Halldór R. Stefánsson. Einnig sátu fundinn Jón Rúnar Jónsson forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar, Þorri Friðriksson hafnarvörður og Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Svo var ekki.
Fundargerð
1. Fundargerð hafnarsambandsins nr. 447 frá 18.11.2022
Fundargerðin lögð fram
2. Fundargerð hafnarsambandsins nr. 448 frá 16.12. 2022
Fundargerðin lögð fram
3. Fundargerð hafnarsambandsins nr. 449 frá 20.01.2023
Fundargerðin lögð fram
4. Drög að ársreikningi fyrir hafnarsambandið fyrir árið 2022.
Drögin lögð fram
5. Breyting á aðalskipulagi Langanesbyggðar. Skipulags – og matslýsing. Breyting á aðalskipulagi vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar og heildarendurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafnar.
Lög fram tillaga frá EFLU vegna óska frá Ísfélaginu um breytingar á hafnarsvæði Þórshafnar. Skipulags og umhverfisnefnd hefur óskað álits hafnarnefndar á þessum breytingum.
Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd tekur vel í tillögur um breytingar á höfninni sem settar eru fram. Hinsvegar bendir nefndin á að til að hægt verði að samþykkja breytingarnar eins og þær eru lagðar fram þarf að liggja fyrir kostnaðaráætlun og skipting kostnaðar á milli ríkis, Ísfélagsins og sveitarfélagsins (hafnarsjóðs). Þar til þær upplýsingar liggja fyrir setur nefndin sig ekki upp á móti því að haldið verði áfram með verkefnið.
Samþykkt samhljóða
6. Önnur mál
Umræður um skipulag hafnarinnar á Bakkafirði Sveitarstjóra falið að leggja fram upplýsingar um stöðu mála hjá skipulagsfulltrúa á breytingum á skipulagi hafnarinnar vegna olíudælu og hafnarskúrs.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:45