Fara í efni

3 fundur hafnarnefndar

12.12.2022 13:00

Fundur í hafnarnefnd

3. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, mánudaginn 12. desember 2022. Fundur var settur kl. 13:00.

Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður i fjarfundarsambandi, Jónas S. Jóhannsson og Halldór R. Stefánsson. og Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Fundargerð hafnarsambandsins nr. 446
Fundargerðin lögð fram

2. Ályktanir hafnarsambandsþings 2022
Ályktanir lagðar fram til kynningar

3. Ályktun 43. hafnarsambandsþings um veiðarfæraúrgang
Ályktunin lögð fram til kynningar

4. Ályktun 43. Hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum
Ályktunin lögð fram til kynningar

5. Gjaldskrá fyrir Langaneshafnir – textaskrá  
     5.1 Gjaldskrá fyrir Langaneshafnir – tafla

Gjaldskrá Langaneshafna hækkar um 8,1% á milli ára sem er sama hækkun og á öðrum gjaldskrám sveitarfélagsins. Hækkun samkvæmt 14. gr. í textaskrá um förgun og úrgangsgjald er 12% eða sú sama og hækkun sorpgjalda í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Nefndi samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá Langaneshafna og mælir með því að sveitarstjórn staðfesti hana með samþykki sínu. Nefndin óskar skýringa á 15 gr. „Útkall vegna hafnarvarðar.“

Samþykkt samhljóða.

6. Svör vegna fyrirspurnar á síðasta fundi um Eyrarveg 1
Á síðasta fundi hafnarnefndar var lögð fram fyrirspurn um framtíð Eyrarvegar 1. Byggðaráð tók fyrirspurnina fyrir á 5. fundi sínum og óskaði eftir áliti atvinnu- og nýsköpunarnefndar sem bókaði á fundi sínum eftirfarandi:

„Nefndin er jákvæð gagnvart þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á vegum hópsins og með stuðningi Langanesbyggðar og SSNE samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur nú þegar. Hinsvegar vill nefndi fá að sjá frekari og ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi til að geta gefið álit sitt samkvæmt erindinu. Ekki er því tímabært að slá verkefnið af vegna hugsanlegra breytinga á deiliskipulagi hafnarinnar".

Í framhaldi af því bókaði byggðaráð á 6. Fundi sínum þann 8. desember s.l. eftirfarandi:

„Byggðaráð hefur fengið álit á framtíð Eyrarvegar 1 frá atvinnu- og nýsköpunarnefnd sem telur ekki tímabært að slá verkefnið af vegna hugsanlegra breytinga á skipulagi hafnarinnar. Byggðaráð tekur undir með nefndinni og leggur til við sveitarstjórn að verkefninu verði haldið áfram“.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar svör byggðaráðs

7. Fyrirspurn frá Ísfélaginu vegna hugsanlegra breytinga á deiliskipulagi hafnarinnar á Þórshöfn.
EFLA hefur óskað eftir heimild til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafnar og samhliða verði gerð breyting á aðalskipulagi Langanesbyggðar ef talin er þörf á því.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd vísar málinu til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Nefndin gerir athugasemd við svo mikla fyllingu sem þrengir að höfninni og ókyrrð gæti aukist.

Samþykkt samhljóða.

7.1 Fyrirspurn frá Ísfélaginu vegna jarðvegsrannsókna við höfnina.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

Samþykkt samhljóða.

8. Önnur mál

         A)  Nefndin vill að farið verði strax í að koma upp fleiri tenglum við höfnina á Bakkafirði á geymslusvæði báta.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?