Fara í efni

22. fundur hafnarnefndar

04.02.2022 12:00

Fundur í hafnarnefnd

22. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, föstudaginn 4. febrúar. Fundur var settur kl. 12:00.

Mættir voru: Halldór Rúnar Stefánsson formaður, Árni Bragi Njálsson, Jónas S. Jóhannsson, Jónas Egilsson hafnarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Fundur með hagaðilum hafna á Bakkafirði og Þórshöfn
Gerð tillaga að dags. fundar með hagaðilum á Þórshöfn mánudaginn 21. febrúar kl. 15:00. Sveitarstjóra falið að boða til fundarins og auglýsa hann. Sveitarstjóra falið að kynna tillögu að skipulagi hafnarsvæðis á Bakkafirði fyrir hagaðilum.

2. Hafnarsvæði á Þórshöfn í deiliskipulagsferli
Tillaga að hafnarsvæði sem fyrirhugað er að taka fyrir vegna deiliskipulags fyrir hafnarsvæði á Þórshöfn.
Tillagan lögð fram.

3. Hafnarsvæði á Bakkafirði
Lagður fram uppdráttur af hafnarsvæðinu á Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarstjóra falið að rýma gamla og ónýta gáma og muni af hafnarsvæðinu.

Samþykkt.

4. Nýr hafnarskúr á Bakkafirði
Erindi frá hafnarverði á Bakkafirði lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að gera tillögur að nýjum hafnarskúr á Bakkafirði fyrir næsta fund sveitarstjórna eða byggðaráðs. Í skúrnum verði almenn nauðsynleg aðstaða fyrir starfsmenn og helstu notendur hafnarinnar og velja stað fyrir olíudælu.

Samþykkt.

5. Innsend mál: Framkvæmdaþörf hafna
Lagt fram yfirlit frá Hafnarsambandi Íslands um framkvæmdaþörf á höfnum í landinu fyrir árið 2021.

6. Önnur mál
Ítreka við hafnarvörð fylgjast með gjaldtöku fyrir rafmagn á hafnarsvæðinu á Bakkafirði.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:10.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?