Fara í efni

21. fundur hafnarnefndar

06.12.2021 15:30

Fundur í hafnarnefnd

20. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn mánudaginn 6. desember. Fundur var settur kl. 15:30.

Mættir voru: Halldór Rúnar Stefánsson, Árni Bragi Njálsson, Jóhann Ægir Halldórsson, Jón Rúnar Jónsson yfirhafnarvörður, Jónas Egilsson hafnarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Staðsetning borholu við Þórshafnarhöfn
Lagður fram uppdráttur af borholu fyrir sjó frá Ísfélaginu.

2. Gjaldskrá fyrir Langaneshafnir
Tillögur að gjaldskrá fyrir Langaneshafnir lögð fram. Textaskjal og tafla.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd samþykkir framkomnar tillögur að gjaldskrám fyrir sitt leiti.

3. Önnur mál

3.1 Staðsetning og virkni olíudælu fyrir smábáta á Þórshöfn

Málinu vísað til hafnarvarðar til skoðunar.

3.2 Staðsetning gáma við Bakkafjarðarhöfn

Ákveðið að senda ítrekunarbréf til eigenda gáma við Bakkafjarðarhöfn og gefa 30 daga frest til að fjarlægja þá eða sækja um framhald leyfis.

Varðandi erindi GPG þá er hafnarstjóra falið að svara erindinu.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?