Fara í efni

20. fundur hafnarnefndar

27.10.2021 12:00

Fundur í hafnarnefnd

20. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn miðvikudaginn 27. október. Fundur var settur kl. 12:00.

Mættir voru: Halldór Rúnar Stefánsson, Árni Bragi Njálsson (í fjarfundarsambandi) Jónas S. Jóhannsson, Jón Rúnar Jónsson yfirhafnarvörður, Jónas Egilsson hafnarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Sjávarhæðarmælingar í Þórshöfn
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar um sjávarhæðamælingar í Þórshöfn, en óskað hefur verið eftir samstarfi við fimm aðrar hafnir líka. Um er að ræða mælingar í rauntíma og upplýsingagjöf á heimasíðu Vegagerðarinnar. Tilgangur er m.a. að fylgjast með hækkandi sjávarstöðu vegna hlýnunar. Vegagerðin sér um uppsetningarkostnað og annan stofnkostnað, en rekstur yrði á vegum hafnarsjóðs/sveitarfélags.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd mælir með því að settur verði upp sjávarhæðarmælir við höfnina á Þórshöfn eins og Vegagerðin mælir með.

Samþykkt samhljóða.

2. Deiliskipulag hafnar á Bakkafirði
Drög að tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Bakkafirði lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna áfram að skipulaginu í samræmi við umræður á fundinum. Einnig er sveitarstjóra falið að sjá til þess að óviðkomandi rusl og gámar verði fjarlægt af hafnarsvæðinu á Bakkafirði, flutt á geymslusvæði í 30 daga en síðan fargað ef engin vitjar þess.

Samþykkt samhljóða.

3. Bílvog á Bakkafirði
Fyrirspurn Birgi Ingvarssyni varðandi gömlu bílvogina á Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða málið nánar, eignarhald og fyrirætlanir fyrirspyrjanda.

Samykkt samhljóða.

4. Göngustígur á Suðurgarði við Þórshafnarhöfn
Lögð fram tillaga að umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna göngustígs eftir suðurgarðinum á Þórshöfn ásamt kostnaðaráætlun.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd fagnar framkominni umsókn og styður við verkefnið með fyrirvara um styrkveitingu.

Samþykkt samhljóða.

5. Fjárhagsáætlunargerð 2022
Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun og að óskað verði eftir tillögum frá nefndinni á næsta fundi.

6. Vinnufundur hafnarnefndar með hagaðilum vegna deiliskipulags hafnarsvæðis og framtíðarþróun hafnar

Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd samþykkir að boða helstu notendur hafnarinnar á Þórshöfn á fund með nefndinni til umræðna um langtíma stefnumótun hafnarsvæðisins. Stefnt skuli að fundinum fyrir áramót og að aflað sé gagna frá Vegagerðinni um áætlanir hennar og hugmyndir.

Samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál
Samykkt að yfirhafnarvörður sitji fundi nefndarinnar.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:11.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?