Fara í efni

2. fundur hafnarnefndar

07.10.2022 13:00

Fundur í hafnarnefnd

2. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, föstudaginn 7. október 2022. Fundur var settur kl. 13:00.
Mættir voru: Gunnalugur Steinarsson formaður, Árni Bragi Njálsson, Jónas S. Jóhannsson, og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Auk þeirra sátu fundinn Jón Rúnar Jónsson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og Þorri Friðriksson hafnarvörður.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Skemmdir á hafnargarði á Þórshöfn. Myndir og samkipti.
Sýndar skemmdir sem hafa orðið á hafnargarðinum á Þórshöfn ásamt samskiptum við Vegagerðina varðandi málið.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarstjórn leggur mikla áherslu á að framkvæmdum verði flýtt eins og auðið er áður en alvöru vetur gengur í garð.

2. Skemmdir á vegi við Sauðanes (sjóvarnargarður).
Myndir af skemmdum á vegi við Sauðanes vegna flóðs 23 sept. Lagt fram til kynningar.

3. Hafnarsvæði á Bakkafirði, drög – staðsetning hafnarskúrs
Ákvörðun um staðsetningu hafnarskúrs á Bakkafirði ásamt olíuafgreiðslu.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarstjórn leggur fram nokkrar breytingar á tillögu TsNl hvað varðar staðsetningu á olíutanki. Forstöðumanni þjónustumiðstöðvar og sveitarstjóra falið að koma þeim breytingum á framfæri við TsNl. Tillaga að deiliskipulagi lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

4. Umsóknir um framkvæmdir við hafnir til Vegagerðarinnar
Listi sem sendur var í ágúst til Vegagerðarinar um hugsanlegar framkvæmdir við hafnirnar.

Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir við umsóknir: Athugasemd vegna umsóknar um dýpkun á Bakkafirði og lagfæringar á hafnargarðinum. Skemmdirnar urðu í desember 2019 en ekki 2020 eins og segir í umsókn.

5. Viðbragðsáæltun fyrir hafnir á Þórshöfn og Bakkafirði
Lögð fram til kynningar

6. Erindisbréf hafnarnefndar
Erindisbréfið lagt fram

7. Önnur mál  
     a) Beituhöllin. Hvað ætla menn að gera?
Bókun um afgreiðslu: Hafnarstjórn óskar eftir upplýsingum frá sveitarstjórn um hverjar fyrirætlanir sveitarfélagsins eru varðandi Eyrarveg 1. Taka þarf ákvörðun um framtíð hússins strax.

Samþykkt samhljóða

     b) Þrif á og við höfnina.
Bókun um afgreiðslu: Hafnarstjórn leggur til að hafnarverðir fái meiri tíma sem þarf til að halda umhverfinu hreinu á og við hafnirnar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?