Fara í efni

19. fundur hafnarnefndar

03.09.2021 12:00

Fundur í hafnarnefnd

19. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn föstudaginn 3. september. Fundur var settur kl. 12:00.

Mættir voru: Halldór Rúnar Stefánsson, Árni Bragi Njálsson (í fjarfundarsambandi) Jónas S. Jóhannsson og Jónas Egilsson hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð. Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Kostnaðaruppgjör vegna hafnarframkvæmda á Þórshöfn og á Bakkafirði
Lögð fram drög uppgjöri fyrir framkvæmdir 2020-2021 fyrir hafnarsjóð og yfirlit tekna frá 2019 fyrir Langaneshafnir.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að leggja fram ítarlegri upplýsingar á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

2. Tillaga að olíuviðlegukanti á Bakkafirði
Lögð fram tillaga frá fjórum einstaklingum mögulega nýja olíuhöfn á Bakkafirði, ásamt mynd.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að láta skoðun framlagða tillögu og að rætt verði við eigenda olíubryggjunnar á Þórshöfn að flytja hana til Bakkafjarðar í framhaldi af flutningi olíuafgreiðslu á viðlegukant hafskipa á Þórshöfn.

Samþykkt samhljóða.

3. Deiliskipulag Þórshafnarhafnarlóðar og framtíðarsýn
Nýtt deiliskipulag hafnarsvæðis á Þórshöfn er í vinnslu. Enn fremur þarf nefndin að ræða framtíðarsýn hennar á hafnarsvæðið.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að leita samráðs við Ísfélagið um framtíðaráform þess á höfninni og fá skipulagsfræðing sveitarfélagsins eða tillögur frá honum á næsta fund.

Samþykkt samhljóða.

4. Veiðidagar á strandveiðum
Svohljóðandi tillaga að bókun var lögð fram: Hafnarnefnd Langanesbyggðar hvetur ríkisstjórn Íslands að tryggja 48 veiðidaga á næsta strandveiðitímabili, eins og stefnt hefur verið að.

Samþykkt samhljóða.

5. Fréttir af Hafnarsambandsþingi, 3. sept. 2021
Sveitarstjóri fór yfir helstu mál frá hafnarsambandsþingi fyrr í dag.

6. Önnur mál

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:03.

 

 

Árni Bragi Njálsson (sign)

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?