Fara í efni

18. fundur hafnarnefndar

30.04.2021 00:00

Fundur í hafnarnefnd

18. fundur hafnarnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn föstudaginn 30. apríl 2020. Fundur var settur kl. 12:00.

Mættir voru: Halldór Rúnar Stefánsson, Árni Bragi Njálsson, Jónas S. Jóhannsson og Jónas Egilsson hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð. Auk þess sátu fundinn, undir lið 1 og 2, Þorri Friðriksson starfandi forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar og Þorbergur Ægir Sigurðsson hafnarvörður á Bakkafirði.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Almennt um stöðu mála Langneshafna
Farið var yfir dýpkunarframkvæmdir í Þórshafnarhöfn og framkvæmdir við höfnina á Bakkafirði. Fundagerðir vegna 1. verkfundar, dags. 20. apríl, vegna framkvæmda á Bakkafirði, ásamt verkáætlun og 7. fundargerð vegna dýpkunar í Þórshöfn, dags. 20. apríl 2021 lagðar fram. Einnig var lagt fram kort með mælingum verktaka á dýpkun í Þórshafnarhöfn.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd mælir með því að hafi verði gerð deiliskipulag hafnarsvæðis á Þórshöfn, en gildandi skipulag er frá 2007 og að nýr uppdráttur verði gerður að hafnarsvæðinu á Bakkafirði.

Nefndin mælir einnig með því að hafin verði undirbúningur að gerð tillagna um stækkun viðlegukanta í Þórshafnarhöfn. Tillögur verði gerðar í samráði við Vegagerðina og útgerðarfyrirtæki sem nýta höfnina.

Ákveðið að gefa eigendum gáma o.fl. muna sem eru á hafnvarsvæðinu á Bakkafirði án heimildar frest til júní loka 2021 til að fjarlægja þá og annað rusl af hafnarsvæðinu. Verkefnið verði unnið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurland eystra.

Gisting á hafnarsvæðum Langaneshafna er ekki heimil.

Samþykkt samhljóða.

2. Viðbragðsáætlun Langaneshafna
Viðbragðsáætlun Langaneshafna 2021, ásamt bréfi frá Umhverfisstofnun, dags. 16. apríl 2021 lagt fram.

3. Önnur mál
3a) Lokun svæða fyrir veiðum með handfærum
Lögð fram 16. gr. reglugerðar nr. 965/2019 um tímabundnar lokanir á veiðisvæðum á grunnslóð við Ísland.

Bókun um afgreiðslu: Í ljósi breyttra aðstæðna í hafinu, sífellt hækkandi meðalþyngd á þorski og breyttri viðmiðun varðandi lokunarskyldu, óskar Langanesbyggð að 16. gr reglugerðar 965/2019 um tímabundnar lokanir á veiðisvæðum á grunnslóð við Ísland verði felld úr gildi.

Skýringar: Lokunin hefur komið illa við útgerð handfærabáta frá Þórshöfn þar sem lengir umtalsvert siglingartíma báta sem gerðir eru út frá Þórshöfn og dregur úr arðsemi veiðanna og fælir útgerðir frá svæðinu með tilheyrandi tekjutapi fyrir byggðarlagið. Á sama tíma eru veiðar með öðrum veiðarfærum leyfðar á svæðinu. Þegar tekin var ákvörðun um lokun svæðisins var lagt til grundvallar að ekki væri hærra hlutfall en 25% þorska styttri en 55 cm. Hlutfallið hefur nú verið hækkað í 50% og áhætta því hverfandi við því að verða við óskum okkar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:55.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?