Fara í efni

17. fundur hefnarnefndar

17.11.2025 16:00

Fundur í hafnarnefnd

17. fundur hafnarnefndar Langaneshafna, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, mánudaginn 17. Nóvember 2025. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Jónas Jóhannsson, Þorri Friðriksson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð – engar athugasemdir.

Fundargerð

1. Minnisblað um tollfrelsi skemmtiferðaskipa sem sigla við Ísland.
Hafnarsambandið hefur látið gera minnisblað um álitamál sem snúa að tollfrelsi erlendra skemmtiferðaskipta sem sigla við Ísland.
Lagt fram til kynningar

2. Erindi frá Vopnafjarðarhreppi um aðkomu sveitarfélagsins að endurnýjun björgunarskips á Vopnafirði.
     02.1 Hafbjörg – áætlun um endurnýjun björgunarskips.
     02.2 Minnisblað – björgunarbátasjóður Vopnafjarðar.
Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps hefur sent inn erindi um þátttöku Langanesbyggðar í framlagi til kaupa á nýju björgunarskipi sem staðsett yrði á Vopnafirði. Meðfylgjandi er kynning á áætlun um endurnýjun björgunarskipa og minnisblað frá sveitarstjóra Vopnafjarðar um kostnað.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd tekur vel í erindið en spyrt hvort þeir sem gera út á svæðinu muni koma að fjármögnun. Sveitarstjóra falið að ræða málið frekar við sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjóri geri nefndinni frekari grein fyrir þeim viðræðum. Í framhaldi af því mun nefndin taka afstöðu að hve miklu leiti hún mælir með að hafnarsjóður taki þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

3. Gjaldskrá fyrir Langaneshafnir 2026
Lögð fram gjaldskrá Langaneshafna fyrir ári 2026. Gert er ráð fyrir 5,5% hækkun líkt og aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins hækka.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framkona gjaldskrá 2026 fyrir Langaneshafnir.

Samþykkt samhljóða.

4. Önnur mál
a) Spurt um viðbrögð við umsókn til Vegagerðarinnar vegna nýrrar aðkomu.

Svar sveitarstjóra: Ítrekun hefur verið send til umferðaröryggisdeildar Vegagerðarinnar sem málið heyrir undir. Þau svör hafa borist að enn sé beðið eftir samgönguáætlun til að gera svarað.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 16:45

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?