Fara í efni

16. fundur hafnarnefndar

28.02.2021 12:00

Fundur í hafnarnefnd

16. fundur hafnarnefndar haldinn á vettvangi og á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn föstudaginn 29. febrúar 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mættir voru: Halldór Rúnar Stefánsson, Árni Bragi Njálsson, Jónas S. Jóhannsson og Jónas Egilsson hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Vettvangsferð til Bakkafjarðar
Nefndarmenn fóru til Bakkafjarðar í vettvangsferð um höfnina. Þorbergur Ægir Sigurðarson hafnarvörður sýndi nefndarmönnum aðstöðuna og hafnarstjóri fór yfir fyrirhugaðar endurbætur á höfninni.

2. Framkvæmdir við Þórshafnarhöfn
Fundarmenn fóru yfir stöðu dýpkunarmála við Þórshafnarhöfn. Dýpkun innsiglingar og á snúningssvæði uppsjávarskipa í 9,5 m á að ljúka nú í febrúar. Gerður hefur verið viðbótarsamningur um þessa framkvæmd.
Öðrum framkvæmdum skv. skv. samningi frá 2020 er lokið að frátöldum mælingum og uppgjöri á verkinu.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?