Fara í efni

15. fundur hafnarnefndar

25.09.2025 16:00

Fundur í hafnarnefnd

15. fundur hafnarnefndar Langaneshafna, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 25. September 2025. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Helga G. Henrýsdóttir, Halldór R. Stefánsson, Þorri Friðriksson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð – engar athugasemdir.

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 474 frá 22.08.2025.
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 475 frá 10.09.2025
Fundargerðin lögð fram

3. Greining Hafnarsambandsins – fjárfestingar 2025-2040
Greining sem gerð var fyrir Hafnasambandið um fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040. Stefnumótandi greining og fjárfestingamat. Unnið af íslenska sjávarklasanum í september 2025. Ekki er samræmi í greiningunni og umsóknum til Vegagerðarinnar.

Í svari frá Vali Rafni Jónssyni frá Hafnarsambandinu segir að ekki sé alltaf samræmi í greiningu Hafnarsambandsins og því sem að hafnir voru að skila inn til Vegagerðarinnar. Það skrifast á að sömu gögnum hefur væntanlega ekki verið skilað á báða staði. Hafi Langanesbyggð upplýst Vegagerðina um þessi gögn sem send voru sem umsókn ættu þær tölur sem sendar voru að gilda. Vegagerðin hefur ekkert með þessa greiningu að gera.

Bókun um afgreiðslu: Hafnarnefnd tekur gildar skýringar Hafnarsambandsins og treystir því að þær umsóknir sem sendar voru inn vegna fjárfestinga á næstu árum gildi við afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða..

4. Atvinnustefna Langanesbyggðar 09.09.2025
     04.1 Atvinnustefna Langanesbyggðar – drög að kostnaði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar útkomu skýrslu um „Atvinnustefnu Langanesbyggðar 2025-2030“. Hafnarnefnd tekur undir með skýrsluhöfundum varðandi framtíðaráætlun Langaneshafna í kaflanum „vel tengd“ í skýrslunni.

Samþykkt samhljóða.

10. Önnur mál
     a) Nýting á hluta sveitarfélagsins í Beitningahöllinni.

Bókun um afgreiðslu: Vakin hefur verið athygli hafnarnefndar á því að syðsti hluti Beitingahallarinnar sé nýttur án endurgjalds, en sá hluti hússin er í eigu sveitarfélagsins. Hafnarnefnd fer fram á það við byggðaráð að skoðað verði hvort húsnæðið hafi verið leigt undir einhverskonar starfsemi. Ef ekki, er óskað eftir að skýringa verði leitað.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?