Fara í efni

15. fundur hafnarnefndar

15.07.2025 16:00

Fundur í hafnarnefnd

15. fundur hafnarnefndar Langaneshafna, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 15. júlí 2025. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Gunnlaugur Steinarsson formaður, Jónas Jóhannsson, Helga G. Henrýsdóttir, Þorri Friðriksson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar væru við fundarboð – engar athugasemdir.

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 469 frá 24.01.2025.
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 470 frá 19.02.2025.
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 471 frá 28.03.2025.
Fundargerðin lögð fram

4. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 472 frá 28.04.2025.
Fundargerðin lögð fram

5. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 473 frá 22.05.2025.
Fundargerðin lögð fram

6. Ársreikningur Hafnasambandsins 2024 – drög.
Drög að ársreikningi lögð fram

7. Bréf Fiskistofu til Hafnasambandsins um skráningu aflaupplýsinga og strandveiðar.
Reglugerð 385/2025 i, breytingu á reglugerð 460/2024 um strandveiðar þar sem hafnarstarfsmönnum er gert að tengja saman aflaskráningu við það auðkenni sem kemur þegar afladagbók er skilað.
Bréfið lagt fram.

8. Gagnasöfnun Hafnasambandsins vegna fjárfestinga 2020 – 2024 og áætluð framkvæmdaþörf 2025 til 2030 og nýframkvæmdir 2025 – 2040.
     08.1 Svar forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar vegna gagnasöfnunar.
Upplýsingar til Hafnasambandsins vegna ofangreinds. Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar hefur svarað erindinu.
Svarið lagt fram.

9. Viðskiptaáætlun sett fram 2023-2027
     09.0 Deiliskipulag hafnarinnar 17.04.2024
     09.0.1 Bréf – Endurskoðun samgönguáætlunar 2026-2030
     09.2 – 09.6 Eyðublöð fyrir umsóknir.
     09.7 – 09.11 Gögn vegna framkvæmda við höfnina.
Umsóknareyðublöð vegna endurskoðunar á samgönguáætlun. Lögð fram gögn sem varða framkvæmdir við höfnina, hönnun og kostnaður vegna Bryggjuvegar og trébryggju.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fór yfir umsóknareyðublöð og viðskiptaáætlun til Vegagerðarinnar. Gerðar voru leiðréttingar og viðbætur á umsóknum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að um 40 milljónum verði varið til efniskaupa á árinu 2025 vegna trébryggju þar sem hægt er að sameina innkaup með Vegagerðinni sem kaupir inn efni vegna viðgerðar á löndunarbryggju. Sameiginleg innkaup með VG eru hagstæðari.

Samþykkt samhljóða.

10. Önnur mál
     a) Jónas vakti athygli á því hve fáir fundir eru haldnir í nefndinni og fundir óreglulegir. Formaður og sveitarstjóri taka tillit til þessarar athugasemdar.
     b) Jónas leggur til að skipaður verði starfshópur til að vinna að því að fá skemmtiferðaskip til Þórshafnar og Bakkafjarðar.
     c) Jónas spyr hvar eigi að koma fyrir smábátum í vetur.

Bókun um afgreiðslu: Lagt er til að búið verði til pláss fyrir geymslu smábáta á „Sláturhúsaplani“.

Samþykkt samhljóða

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?