Fara í efni

33. fundur byggðarráðs

14.01.2021 12:00

33. reglulegur fundur,  byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 14. janúar 2021. Fundur var settur kl. 12:00. 

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri, sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

 Fundargerð

1.            Umsóknir um rekstur gisti- og veitingaaðstöðu á Bakkafirði

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra með umsóknum og fylgigögnum tveggja umsækjenda um rekstur gistiheimilis, verslunarhúsnæðis og tjaldsvæðis á Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Afgreidslu frestad til naesta fundar byggdarrads

Samþykkt

2.            Skeggjastaðir

Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra með hugmyndum um að koma Skeggjastöðum aftur í varanlega ábúð.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að óska eftir frekari upplysingum fra biskupsstofu vardandi framtidaraform jardarinnar Skeggjastada.

Samþykk

3.            Friðun Langaness – kynnt á fundinum

Úttekt á friðlýsingarkostum Langaness hefur verið send fulltrúum eigenda jarða á Langanesi sem og til ábúenda nærliggjandi jarða. Þá hafa tillögurnar verið kynntar á vettvangi sveitarfélagsins, heimasíðu og Facebook-síðu sveitarfélagsins. Enn fremur hefur verið óskað eftir aðkomu umhverfisráðherra á kynningarfund um málið.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að undirbúa kynningarfund með aðkomu ráðherra og Umhverfisstofnunar á Þórshöfn við fyrsta mögulega tækifæri.

Samþykkt

4.            Finnafjörður – staða mála, kynnt á fundinum

Sveitarstjóri kynnti stöðu erinda frá sveitarfélögunum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og greindi frá fundi FFPD sem verður haldinn 15. janúar nk.

5.            Ónýtar girðingar o.fl. – niðurstöður skoðunar haustið 2020

Lögð fram samantekt frá Björgunarsveitinni Hafliða um ónýtar girðingar og hús á eyðibýlum á Langanesnesi. Einnig er lagt mat á aðgerðir.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að kynna niðurstöður fyrir landeigendum óska eftir afstöðu þeirra hvort þeir vilji að sveitarfélagið sjái um niðurrif girðinga og tryggja að húsarústir verði ekki hættulegar mönnum eða skepnum. Frestur til að svara erindinu verði gefinn til 30. apríl nk. Að þeim tíma liðnum verði gripið til aðgerða að hálfu sveitarfélagsins á kostnað landeigenda með vísan til heimildar í lögum.

Samþykkt.

6.            Framkvæmdaáætlun/verkferlar með skýringum vegna Langanesvegar

Verkáætlun frá Faglausn ehf. frá  06.01.2021 lögð fram.

7.            Sögufélag Austurlands – beiðni um styrk

Lögð fram beiðni um kr. 10.000,- styrk frá Sögufélagi Austurlands vegna endurreisnarfélagsins. Starfsvæði félagsins er fyrrum Múlasýslur.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að verða við erindi félagsins.

Samþykkt 

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:51.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?