Fara í efni

30. fundur byggðarráðs

05.11.2020 12:08

30. fundur, byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 5. nóvember 2020. Fundur var settur kl. 12:08.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1.            Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga dags. 26. okt. 2020

Fundargerðin lögð fram.

Auk voru eftirtalin gögn fram: Verkefnaáætlun MMÞ 2021 og rekstraráætlun Safnahússins á Húsavík-Menningarmiðstöð fyrir árið 2021.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að vísa rekstraráætluninni til úrvinnslu tillögu að fjárhagsáætlun 2021.

Samþykkt.

2.            Fundargerð hverfaráðs Bakkafjarðar

Liður 2 – Deiliskipulag af Hafnartanga Bakkafirði

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar lið 2 í fundargerð hverfisráðs til skipulags- og umhverfisnefndar, vegna afgreiðslu deiliskipulags fyrir Hafnartangann á Bakkafirði.

Samþykkt.

Fundargerðin staðfest. Samþykkt með atkvæðum Þorteins og Mirjam. Siggeir sat hjá.

3.            Langanes – friðlýsingarkostir – tillögur um næstu skref

Lögð fram úttekt á friðlýsingarkostum fyrir Langanes, dags. í okt. 2020, sem gerð hefur verið að frumkvæði Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar framlagðri úttekt. Samþykkt er að senda hana til hlutaðeigandi landeigenda til kynningar og birta hana líka á heimasíðu sveitarfélagsins og kynna hana þar. Einnig samþykkt að senda úttektina til kynningar hjá nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Enn fremur er samþykkt að óska eftir umhverfisráðherra meðal annarra á íbúafund til að kynna skýrsluna.

Samþykkt.

4.            Ályktun baráttuhóps smærri fyrirtækja o.fl. í ferðaþjónustu

Lögð er fram ályktun baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu, dags. 3. nóvember 2020.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar tekur undir áskorun baráttuhóps smærri fyrir, einyrkja og smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu með kröfum og tillögum um aðgerðir til að koma móts við tekjutap þessarar greinar.

Ferðaþjónustan í dreifbýli er ekki síður mikilvæg byggðarlögum um landið þar sem hún hefur átt ríkan þátt í að „ … efla menningarlíf og vellíðan fólks um allt land með því að brjóta upp hversdagsleikann með því að bjóða upp á fjölþætta afþreyingu,“ eins og segir í ályktuninni. Þar segir einnig: „Bæði mannlíf og menningarverðmæti eru í húfi, því sé ekki stutt við ferðaþjónustuaðila á þessum tímum, hvað á að bjóða ferðafólki framtíðarinnar upp á þegar það birtist á ný og hvað á að gera við alla þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað, en verður nú að engu sé ekkert að gert.“

Í ljósi þess að hér er um mikilvæga stoðgrein í hinum dreifðari byggðum landsins og varðveislu mikilvægan hluta menningarsögu okkar, er ríkisvaldið hvatt til að styðja við fyrirtæki og einstaklinga í þessari grein og tryggja afkomu greinarinnar.

Samþykkt.

5.            Finnafjörður – staða mála

Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkir að senda samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra erindi þar sem leitað er eftir fjárstuðningi til Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps við ráðningu verkefnisstjóra til að sinna helstu verkefnum tengdum Finnafjarðarverkefninu. Þetta erindi verði sent og unnið í samvinnu við sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps.

Hlutverk verkefnisstjóra verði m.a. að vinna að viðræðum við landeigendur, fylgja eftir mikilvægum málum upp koma hverju sinni og þörf er á hverju sinni til að koma á hafnsækinni starfsemi í Finnafirði.

Þessi stuðningur er ekki háður komu ríkisins að verkefninu að öðru leyti.

Samþykkt.

6.            Fundir með deildarstjórum vegna fjárhagsáætlunargerðar 2021

•             Forstöðumaður Vers. Eyþór Atli Jónsson fór yfir helstu punkta vegna endurbóta og viðgerða í Veri.

•             Skólastjóri Barnabóls – í fjarfundi. Halldóra J. Friðbergsdóttir fór yfir helstu atriði í rekstri og endurnýjun í leikskólanum og á leiksvæði.

•             Slökkviliðsstjóri. Þórarinn Jakob Þórisson fór yfir áhersluatriði og kynnti vegna endurmenntunar slökkviliðsmanna á næsta ári og fjárfestingarþörf.

•             Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar. Jón Rúnar Jónsson fór yfir tillögur að helstu framkvæmdum og fjárfestingum á næsta ári og þeim

•             Skólastjóri Grunnskólans – í fjarfundi. Hilma Steinarsdóttir fór yfir hugmyndir að framkvæmdum aðallega utanhúss á næsta ári.

•             Hjúkrunarforstjóri og rekstrarstjóri Nausts. Karítas Ósk Vignisdóttir og Herdís Eik Gunnarsdóttir fóru yfir reksturinn og framtíðarþarfir.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

  

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:18.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?