Fara í efni

23. fundur byggðaráðs

20.05.2020 12:00

23. fundur, byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn miðvikudaginn 20. maí 2020. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Halldór R. Stefánsson, Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1.            Fundargerð 13. velferðar- og fræðslunefndar, dags. 14. maí 2020

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

2.            Fundargerð 9. fundar hafnarnefndar, dags. 8. maí 2020

Siggeir benti á vanhæfi sitt á lið 7a. Samþykkt og vék Siggeir af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Liður 7a) Umsókn um lóð á hafnarsvæðinu á Bakkafirði

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir tillögu nefndarinnar.

Samþykkt.

Siggeir tók aftur sæti á fundinum.

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

3.            Finnafjörður – FFPA og FFPD

Lagt fram: Fundargerð FFPD, dags. 20. apríl 2020 (á ensku), viljayfirlýsing (Letter of Intent) gagnvart landeigendum á ensku og íslensku, fundargerð eftir fund með landeigendum, dags. 5.9.2019 ásamt bréfi til landeigenda.

Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt.

4.            Hafnartanginn Bakkafirði, beiðni um framkvæmdaleyfi, dags. 12. maí 2020

Lögð fram beiðni um framkvæmdaleyfi vegna verkefnisins Hafnartangi á Bakkafirði – áningarstaður við ysta haf, sem fékk úthlutað 30 m.kr. úr Framkvæmdasjóði ferðamanna. Einnig lögð fram fundargerð, dags. 6. maí 2020, vegna undirbúnings framkvæmda. Henni fylgir kostnaðaráætlun framkvæmda.

Bókun um afgreiðslu: Núverandi fjárhagsheimild verkefnisins eru kr. 30.000.000. Samþykkt að framkvæmdaáætlun með sundurliðun kostnaðar liggi fyrir áður en framkvæmdaleyfi verður veitt. Ákveðið að skipa verkefnisstjórn sem ber ábyrgð á framkvæmdum fyrir hönd sveitarfélagsins. Hana skipa: Jón Rúnar Jónsson forstöðumiðstöðvar Langanesbyggðar, Jósteinn Hermundsson formaður skipulags- og umhverfisnefndar, Gunnlaugur Steinarsson formaður hverfisráðs Bakkafjarðar og Ólafur Áki Ragnarsson verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar. Yfirumsjón með fjármálum verkefnisins er í höndum sveitarstjóra. Einnig samþykkt að senda erindið til skipulags- og umhverfisnefndar og hverfisráðs Bakkafjarðar til umsagnar.

Samþykkt.

5.            Erindi til umhverfisráðuneytis vegna könnunar á möguleikum á friðun hluta Langaness

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að senda umhverfisráðherra erindi þess efnis að ráðuneytið leggi til fjármagn til skoðunar á kostum og göllum ásamt tækifærum við að friða Langanes að hluta til. Þessi beiðni er lögð fram án allra skuldbindinga um síðari ákvarðanir um friðun, umfang hennar eða eðli.

Samþykkt.

6.            Erindi frá Minjastofnun dags. 13. maí 2020

Tölvupóstur frá Minjastofnun, dags. 13. maí 2020 lagður fram.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að senda erindið til hverfaráða og skipulags- og umhverfisnefndar með ósk um tillögur.

Samþykkt.

7.            Aðalfundur Þekkingarnetsins 28. maí nk.

Skipulagsskrá Þekkingarnetsins frá 2010 lagðar fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkir að sækjast eftir sæti fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Þekkingarnetsins til næstu tveggja ára.

Samþykkt.

8.            Úthlutun styrkja vegna tveggja sumarstarfa á vegum Vinnumálastofnunar fyrir háskólanemendur

Langanesbyggð sótti um og fékk styrk fyrir vinnu tveggja háskólanema í sumar frá Vinnumálastofnun.

9.            Sumarverkefni 2020 – yfirlit

Samantekt um helstu verkefni sumarsins lagt fram til kynningar.

10.          Erindi frá stjórn UMFL og samstarf við Langanesbyggð

Bréf frá UMFL, dags. 18. maí 2020 lagt fram. Sveitarstjóri gerði einnig grein fyrir fundi með fulltrúum stjórnar félagsins 18. þ.m.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að óska eftir nánari útfærslu og kostnaðarhugmyndum félagsins á þeim framkvæmdum sem óskað er eftir að farið verði í í sumar. Einnig er sveitarstjóra falið að útfæra nánar hugmyndir um samstarf við félagið. Sveitarstjóra falið að fá álit á ástandi sparkvallar.

Samþykkt.

11.          Vistun barna á Bakkafirði í leikskóla

Lagt fram minnisblað frá leikskólastjóra og sveitarstjóra um mögulegar leiðir við vistun barna á Bakkafirði og hugsanlegan kostnað. Einnig lagt fram minnisblað frá fundi þeirra með foreldrum á Bakkafirði 14. maí 2020.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram á grundvelli umræðu fundarins.

Samþykkt.

12.          Starfsmannamál skrifstofu

Sveitarstóri fór yfir hugmyndir að verkaskiptingu og mögulegum starfslýsingum starfsmanna á skrifstofu.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:05.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?