Fara í efni

18. fundur byggðarráðs

30.01.2020 12:05

18. fundur, byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 30. janúar 2020. Fundur var settur kl. 12:05.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson starfandi sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann lagði til að nýjum lið yrði bætt við dagskrá fundarins, frestun aukaþings SSNE. Samþykkt.

 

Fundargerð

 

1.         Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2020 og lausfjárstaðan

Magnús Jónsson lögg. endurskoðandi var í fjarfundarsambandi, en lögð voru fram drög að rekstrarreikningi 2019, samstæðu með yfirliti yfir málaflokka o.fl. Einnig var lagt fram yfirlit sem fyrirtækið Mótus gerði á greiðsluhraða á kröfum til innheimtu.

Magnús vék af fundi kl. 12:37.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að skoða reksturinn nánar fyrir næsta fund byggðaráðs.

Samþykkt.

2.         Fundargerð 10. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 22. janúar 2020

Liður 2, Heiðarvegir og styrkvegasjóður

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir tillögu nefndarinnar og óskar eftir tillögum frá dreifbýlisráði.

Samþykkt.

Liður 3, Upplýsinga- og kynningarmál

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir tillögu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við Markaðsstofu Norðurlands og Norðurhjara.

Samþykkt.

Fundargerðin staðfest.

3.         Fundargerð 11. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 22. janúar 2020

Liður 1, Erindisbréf nefndar

Bókun um afgreiðslu: Erindisbréfinu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt.

Liður 6c, Erindi frá Hafdísi Báru Óskarsdóttur iðjuþjálfa.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar tilboði Hafdísar Báru. Samþykkt er að óska eftir tillögum frá rekstrarstjórn Nausts og öðrum deildarstjórum fyrir þörf þeirra á slíkri þjónustu og gera áætlun um kostnað.

Samþykkt.

Fundargerðin staðfest.

4.         Fundargerð 13. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 21. janúar 2020

Liður 5, Deiliskipulag hafnarsvæðis á Þórshöfn

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Samþykkt.

Fundargerðin staðfest.

5.         Fundargerð vinnuhóps um heilsueflandi sveitarfélags

Liður 1, Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir grunnskólanemendur

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir tillögu vinnuhópsins um kr. 130.000 í styrk og að kostnaður verði bókaður á liðinn Heilsueflandi samfélag.

Samþykkt.

Fundargerðin staðfest.

6.         Fundargerð hafnarnefndar, dags. 27. janúar 2020

Liður 8a) Tilboð í landgang við Bakkafjarðarhöfn.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir tillögu nefndarinnar og að gerður verði samsvarandi viðauki við fjárhagsáætlun sem lagður verði fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Samþykkt.

7.         Naust – verkfundagerð, 28. janúar 2020

Verkfundagerð nr. 4 lögð fram ásamt yfirliti um áfallinn kostnað og samanburð við áætlun.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að skoða nánar framkvæmda- og kostnaðráætlun fyrir næsta fund í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt.

8.         Fundargerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, dags. 10. janúar 2020

Fundagerðin lögð fram.

9.         Árgjöld Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar í Norðurlandskjördæmi eystra (SSNE)

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð gerir ráð fyrir óbreyttum greiðslum til nýrra landshlutasamtaka en gerir ekki að öðru leyti athugasemdir við framlagt erindi.

Samþykkt.

10.       Erindi frá Kirkjugarðssókn Þórshafnarsóknar, dags. 15. janúar 2020

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð harmar það ástand sem þessi mál eru komin í og tekur undir þau sjónarmið Kirkjugarðssóknar að nauðsynlegt er að vel sé búið að allri umgjörð líkhúsa og aðhlynningu allri. Enn fremur tekur byggðaráð undir þau sjónarmið að nauðsynlegt sé að þessi starfsemi verði á staðnum, enda fjarlægðir miklar og óviðundandi fyrir aðstandendur að þurfa sækja aðstöðu um langan veg við þessar aðstæður. Hins vegar er rekstur líkhúsa ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga og því getur sveitarfélagið ekki borið ábyrgð þeim. Því er erindinu vísað til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, en sveitarfélagið lýsir sig reiðubúið til að vinna að lausn eftir því sem mögulegt er.

Samþykkt.

11.       Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs, erindi frá UST, dags. 10. janúar 2020

Bókun um afgreiðslu: Erindinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.

Samþykkt.

12.       Greiðsla á hreindýraarði til landeigenda, erindi frá UST, dags. 8. janúar 2020

Erindið lagt fram.

13.       Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 17. janúar 2020

Erindið lagt fram.

14.       Erindi frá Þekkingarneti Þingeyinga, dags. 22. janúar 2020

Bókun um afgreiðslu: Vísað til atvinnu- og nýsköpunarnefndar til umfjöllunar.

Samþykkt.

15.       Opnunartími Vers

Erindi frá Siggeir Stefánssyni, dags. 2. ágúst 2019, lagt fram. Farið er fram á að aðgengi að líkamsræktarsal utan opnunartíma verði eins alla daga.

Siggeir Stefánsson lýsti sig vanhæfan við afgreiðslu þessa máls. Samþykkt, og vék Siggeir af fundi.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að hafa aðgengi að þreksalnum í Veri eins alla daga vikunnar utan opnunartíma þess, eða frá kl. 06-23 á kvöldin.

Samþykkt.

Siggeir tók sæti á fundinum að nýju.

16.       Sameining almannavarnanefnda á Norðausturlandi, erindi frá lögreglustjóra Norðurlands eystra, dags. 20. janúar 2020

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fellst á skýringar lögreglustjóra og fellur því frá skilyrði um að slökkviliðsstjórar minni sveitarfélaganna hafi einnig sæti í nýrri nefnd, sbr. bókun 7. liðar 13. fundar byggðaráðs, enda sé til þeirra leitað ef nauðsyn krefur.

Samþykkt.

17.       Endurgreiðsla framkvæmdakostnaðar samtaka sem starfa í almannaþágu

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar styður heilshugar ákall björgunarsveita um allt land, um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annara framkvæmda. Byggðaráð skorar á önnur sveitarfélög og alþingismenn alla að beita sér fyrir því að frumvarp um þetta mál verði sem fyrst að lögum, þar sem það mun lyfta grettistaki í uppbyggingu innviða björgunarsveita og annara félagasamtaka um land allt.

Samþykkt.

18.       Húsaleigusamningur við félag eldri borgara

Lögð fram drög að samningi við félag eldri borgara við Hálsveg.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir samninginn.

Samþykkt.

19.       Leiga á húsnæði fyrir Vínbúðina að Langanesvegi 2

Lögð fram drög að samningi við ÁTVR á 85m2 húsnæði við Langanesveg 2 fyrir vínbúð. Með fylgir skilalýsing.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna að nýjum samningi í samræmi við umræður fundarins og leggja nýja samning fyrir byggðaráð eða sveitarstjórn til staðfestingar.

Samþykkt.

Mirjam Blekkenhorst vék af fundi kl. 14:00.

20.       Samstarf við sýslumann vegna aðstöðu starfsmanns embættisins hjá Langanesbyggð

Lögð fram drög samkomulagi við sýslumann á Norðurlandi eystra vegna tillögu um starfstöð embættisins á skrifstofu Langanesbyggðar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar hugmyndum sýslumanns og felur sveitarstjóra að vinna að málinu áfram í samræmi við umræður fundarins og fyrirliggjandi hugmyndir og kynna niðurstöðurnar fyrir næsta fund byggðaráðs.

Samþykkt.

21.       Yfirlit uppgjörs við Íslenska gámafélagið 2017-2019

Lagt fram.

22.       Frestun aukaþings SSNE

Erindi frá stjórn nýrra landshlutasamtaka, dags. 29. janúar 2020, um frestun áður ákveðins aukaþings í byrjun febrúar nk. fram í apríl nk. Lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við frestun aukþingsins.

Samþykkt.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:19.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?