Fara í efni

16. fundur byggðarráðs

05.12.2019 15:00

16. fundur, byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 5. desember 2019. Fundur var settur kl. 15:00

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Oddviti lagði til að liður 2. í fundargerð atvinnu- og nýsköpunarnefndar „Friðlýsingarmöguleikar á Langanesi“ og 6. liður í fundargerð hafnarnefndar, „Endurskoðun deiliskipulags“ yrði teknir út. Enn fremur lagði hann til að nýjum lið yrði bætt við dagskrána, fundargerð 10. fundar Fulltrúaráðs Þingeyinga bs. dags. 6. nóvember 2019 sem nýjum lið 7 í dagskrá og að númeraröð annarra liða breyttist skv. því.

Samþykkt.

 

Fundargerð

1.         Fundargerð 11. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 26. nóvember 2019

Liður 3, Nýtt húsnúmer og lóðaleigusamningur vegna leikskóla

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar að breyta lóðarheiti leikskólalóðarinnar úr Fjarðarvegi 5b í Miðholt 6.

Samþykkt.

Liður 4, Deiliskipulag kirkjugarðs

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Samþykkt.

Fundargerðin staðfest.

2.         Fundargerð 9. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 27. nóvember 2019

Liður 2, Friðlýsingarmöguleikar á Langanesi

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við Eyþing með það að markmiði að sótt verði um styrk fyrir næstu áramót.

Samþykkt.

Fundargerðin staðfest.

3.         Fundargerð 10. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 28. nóvember 2019

Fundargerðin staðfest.

4.         Fundargerð 6. fundar hafnarnefndar 3. desember 2019

Liður 6, Endurskoðun deiliskipulags

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð tekur undir bókun nefndarinnar og telur afar mikilvægt að hefja undirbúning að gerð nýrrar deiliskipulagtillögu fyrir hafnarsvæðið á Þórshöfn og felur sveitarstjóra að hefja þá vinnu sem fyrst.

Samþykkt.

Fundargerðin staðfest.

5.         Fundargerð fulltrúaráðs Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, dags. 19. nóvember 2019

Fundargerðin lögð fram.

6.         Fundargerð 8. fundar verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, dags. 14. nóvember 2019

Fundargerðin lögð fram.

7.         Fundargerð Héraðsnefndar Þingeyinga bs. dags. 6. nóvember 2019

Fundargerðin lögð fram.

8.         Drög að samningi vegna Hallgilsstaða

Drög að nýjum samningi vegna leigu á Hallgilsstaða til núverandi ábúenda lögð fram.

Frestað til næsta fundar byggðaráðs.

Samþykkt.

9.         Markaðsstofa Norðurlands, ósk um endurnýjun samstarfssamnings til loka árs 2021

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að vísa erindinu til atvinnu- og nýsköpunarnefndar til umsagnar.

Samþykkt.

10.       Beiðni um styrk vegna Vestnorden-ráðstefnu 2019

Samþykkt að vísa málinu til sveitarstjórnar.

11.       Samstarfsverkefni, fjárhagsáætlanir

a.         Héraðsnefndar

Fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Þingeyinga fyrir árið 2020, ásamt deildum á hennar vegum, lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir framlagða áætlun.

Samþykkt.

b.         Safnahúsið á Húsavík-Menningarmiðstöð

Rekstraráætlun fyrir safnahúsið á Húsavík-Menningarmiðstöð og verkefna á þess vegum lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir framlagða áætlun, en óskar eftir frekari skýringum á rekstraráætlun stofnunarinnar.

Samþykkt.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:22.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?