9. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd
9. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn miðvikudaginn 27. september 2023. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Daníel Hansen formaður, Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir, Hjörtur Harðarson og Sigríður Jóhannesdóttir. Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Sigríður Friðný Halldórsdóttir verkefnastjóri Kistunnar mætti á fundinn til að gera grein fyrir starfseminni
Björn S. Lárusson kom inn á fundinn undir liðinn „önnur mál“ og gerði grein fyrir þeim.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.
Fundargerð
1. Erindi frá „Vanda vettlingaprjón“
„Vanda vettlingaprjón“ hefur farið fram á að fá aðstöðu í bílskúr að Fjarðarvegi 5.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur að starfsemin hæfi ekki þessu rými og sér frekar fyrir sér að bílskúrinn verði notaður sem fjölnota rými í skammtímaleigu.
Samþykkt samhljóða.
2. Skýrsla framkvæmdasjóðs um fuglaskýlin.
02.1) Kostnaðaráætlun um fuglaskýlin
Hermann Bárðarson sem hafði umsjón með uppsetningu fuglaskýla hefur gert grein fyrir þeim kostnaði sem var umfram það sem áætlað var.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar rökstuðninginn en telur sig ekki hafa umboð til að samþykkja þá upphæð sem umfram kostnaðurinn hefur leitt af sér og vísar málinu til sveitarstjórnar til ákvörðunar.
Samþykkt samhljóða.
3. Minnisblað verkefnastjóra Kistunnar um uppbyggingasjóð.
Verkefnastjóri Kistunnar hefur lagt fram greinargerð um starfsemi uppbyggingarsjóðs hlutverk hans og styrkhæfar umsóknir
Lagt fram til kynningar
4. Minnisblað verkefnastjóra Kistunnar um framkvæmdasjóð ferðamanna.
Verkefnastjóri Kistunnar leggur fram minnisblað um hlutverk og framkvæmdir sem sjóðurinn styrkir.
Lagt fram til kynningar
5. Verðskrá Kistunnar.
Verkefnastjóri leggur fram verðskrá fyrir leigu í Kistunni.
Lagt fram til kynningar
Bókun nefndarinnar: Nefndin gerir engar athugasemdir við verðskránna og samþykkir hana fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða.
6. Erindi frá framkvæmdastjóra SSNE um umsóknarfrest fyrir Uppbyggingarsjóð.
Framkvæmdastjóri SSNE ítrekar umsóknarfrest fyrir uppbyggingarsjóð og styrkingu verkefna sem falla undir „Sóknaráætlun Norðurlands“.
Lagt fram til kynningar.
7. Erindi frá Eygló Jónasdóttur varðandi hárgreiðslustofu í Kistunni.
Eygló Jónasdóttir hefur falast eftir að fá að opna hárgreiðslustofu í bílskúr Kistunnar. Nánari rökstuðningur fyrir erindinu.
Bókun nefndarinnar: Húsnæði Kistunnar er ekki í leiguhæfu ástandi eins og er.
8. Önnur mál
Formaður fer yfir óafgreidd mál og mál sem ætti að taka upp. Björn S. Lárusson gaf upplýsingar um stöðu mála.
a) Skapandi sumarstörf.
b) Jólamarkaður og Bryggjudagar – setja á fjárhagsáætlun.
c) Beituskúrar.
d) Leiga á Skeggjastöðum. Málið er í vinnslu.
e) Salernismál á Langanesi.
f) Skilti við Rauðanes.
g) Upplýsingaskilti við Þórshöfn.
h) Báran
i) Finnafjarðarverkefnið.
j) Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra.
k) Framtíðarsýn í ferðamálum og atvinnumál.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:21