Fara í efni

9. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

27.11.2019 17:00

9. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 27. nóvember  2019. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Reimar Sigurjónsson, Almar Marinósson, Guðmundur Björnsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Þórarinn J. Þórisson og varamaður hans tilkynntu forföll.

Auk þess voru á fundinum undir 1. og 2. lið fulltrúar hverfaráðs dreifbýlis, Steinunn A. Halldórsdóttir, Kristinn Lárusson og Sverrir Möller.

Gestur fundarins undir lið 3 var Ólafur Áki Ragnarsson verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar.

Formaður setti fund, bauð fundarmenn og gesti velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki.

 

 

Fundargerð

1.         Erindi frá form. veiðifélags Hafralónsár

Fram eru lögð drög að umsögn frá Jóhannesi Sigfússyni vegna frumvarps til laga um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, með síðari breytingum, þ.e. minnihlutavernd, gerð arðskráa o.fl., lagt fram.

Bókun um afgreiðslu:  Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í drögum að bréfi formanns Veiðifélags Hafralónsár og leggur áherslu á að vernda rétt eigenda og ábúenda jarða sem njóta veiðiréttar. Einnig leggur nefndin á það ríka áherslu að horft sé til samfélagslegra sem og byggðarþátta við allar lagabreytingar. Nefndin samþykkir að gera umsögn stjórnar veiðifélagsins að sinni.

Samþykkt með tveimur atkvæðum Mirjam Blekkenhorst og Guðmundar Björnssonar. Á móti enginn, en Reimar Sigurjónsson og Almar Marinósson sátu hjá.

2.         Friðlýsingarmöguleikar á Langanesi

Formaður fór yfir hugmyndir um að athugaðir verði möguleikar að fá styrk til að kanna kosti og galla friðlýsingar hluta Langaness.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að láta kanna friðlýsingar möguleika Langaness utan Eiðisgarðs og felur sveitarstjóra að leita möguleika á fjármögnum þeirra vinnu í samvinnu við Eyþing.

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar dreifbýlisráðs véku af fundi kl. 18:18.

3.         Betri Bakkafjörður

Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar mætti á fundinn og fór yfir störf og tillögur verkefnisstjórnarinnar. Hann lagði fram lista með meginmarkmiðum sem gætu fallið undir verksvið nefndarinnar. Þau eru: 1.3, 2.1, 2.2, 2.4, 2.5, 2.6, 4.1, 4.2 og 4.3.

Ólafur Áki vék af fundi kl. 19:11.

4.         Lagt fram til kynningar

Sóknaráætlun  Norðurlands eystra

Arctic Coast-Way

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?