Fara í efni

8. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

29.08.2023 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

8. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 29. ágúst 2023. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Daníel Hansen formaður, Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir, Hjörtur Harðarson, Sigríður Jóhannesdóttir og Þórir Jónsson. Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Erindi frá „Vanda vettlingaprjón“
„Vanda vettlingaprjón“ óskar eftir að skoða leigu á bílskúr hjá Kistunni vegna starfsemi fyrirtækisins.

Bókun um afgreiðslu: Starfsemi kistunnar er í mótun og nýráðinn verkefnastjóri ekki kominn til starfa. Nefndin leggur til að verkefnastjóri verði með í ráðum varðandi notkun hússins. Málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

2. Skýrsla frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða varðandi ráðstöfun styrkfjár.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur lagt fram skýrslu um ráðstöfun styrkfjár vegna verkefnisins „Fuglastígur á Norðausturlandi“, byggða á upplýsingum Hermanns Barðasonar.

Lagt fram til kynningar

Bókun nefndar: Nefndin fór yfir skýrsluna og lýst vel á verkefnið.

3. Greinargerð um framkvæmdasjóðsverkefnið „Fuglaskýli“
Skýrsla Hermanns Barðasonar með greinargerð um fuglaskýli. Hermann gerir ráð fyrir að kostnaður Langanesbyggðar sem standi út af sé 1.211.245

Bókun um afgreiðslu: Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum og rökstuðning á þessari skiptingu til að geta tekið endanlega ákvörðun.

Samþykkt samhljóða.

4. Önnur mál
4.1. Áhugi er á að endurvekja jólamarkað fyrir n.k. jól. Nefndin ætlar að kanna áhuga og stofna hóp til að koma þessu verkefni í framkvæmd.


Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?