Fara í efni

8. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

23.10.2019 17:30

8. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 23. október 2019. Fundur var settur kl. 17:30.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Tryggvi Steinn Sigfússon, Þórarinn J. Þórisson,  Almar Marinósson, Guðmundur Björnsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Auk þess sat Björn H. Reynisson markaðsstjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands fundinn undir lið 1.

Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki.

 

 

Fundargerð

1.         Sóknarfæri fyrir Langanesbyggð í heilsársferðaþjónustu

Björn H. Reynisson fór yfir helstu sóknarfæri fyrir Langanesbyggð í ferðaþjónustu ásamt því að greina frá störfum og verkefnum Markaðsstofunnar.

Björn vék af fundi kl. 18:10.

2.         SVÓT greining fyrir þróun atvinnulífs í Langanesbyggð

Niðurstöður Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga vegna SVÓT-greiningarvinnu frá því í mars sl. lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að kynna þessar niðurstöður á heimasíðu sveitarfélagsins og vinna áfram að þróun þeirra.

Samþykkt.

3.         Sóknaráætlun Norðurlands eystra – fyrsta rýni gagna frá samráðsfundi í Hofi og fulltrúaráðsfundi á Húsavík

Sóknaráætlunin lögð fram.

4.         Fuglaskoðunarskýli – staða mála

Lagður fram tölvupóstur frá Hermanni Bárðarsyni dags. 24. sept. sl., um umsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna fuglaskýlis við Lundabás í Skoravíkurbjargi. Málið er í ferli hjá skrifstofunni og Hermanni.

5.         Álitsgerð fyrir samfélagið á Þórshöfn og nágrenni frá Þróunarsamtökum skoskra strandsamfélaga

Álitsgerðin og fleiri tengd gögn lögð fram.

6.         Samstarfssamningur við Norðurhjara

Formaður og sveitarstjóri gerðu grein fyrir skoðun þeirra á málinu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því við sveitarstjórn að sveitarstjóra verið falið að ganga til viðræðna við Norðurhjara um skilgreind verkefni í ferða- og kynningarmálum. Viðmið verði sett við allt að140 klst. vinnu á ári.

Samþykkt samhljóða.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:52.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?