Fara í efni

7. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

06.06.2023 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

7. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 6. júní 2023. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Daníel Hansen, Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir, Hjörtur Harðarson, Karl Ásberg Steinsson, Þórir Jónsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Starkaður Sigurðarson gerði grein fyrir lið 5 á dagskrá.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Áskorun varðandi strandveiðar sem sveitarstjórar sendu matvælaráðherra
Áskorun sveitarstjóra á Norður- og Austurlandi til matvælaráðherra vegna strandveiða.

2. Staða flugklasans í apríl 2023
Kynning á stöðu flugklasans – lagt fram

3. Tilkynning um höfnun umsóknar vegna Hafnartanga ásamt gæðamatsblaði við umsóknir frá 02.05.2023
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur hafnað umsókn í annað sinn um gerð Hafnartanga á Bakkafirði.

Lagt fram bréf frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

4. Skapandi sumarstörf
Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir tók að sér að fylgja málinu eftir.

Bókun um afgreiðslu: Starkaður Sigurðarson tekur að sér að sjá um verkefnið og heldur fund með fulltrúum nefndarinnar um fyrirkomulag þegar hann kemur til Þórshafnar 12. júní. Fulltrúi nefndarinnar mun leita að stað til að hrinda verkefninu í framkvæmd t.d. í Kistunni eða Grunnskólanum.

Samþykkt samhljóða.

5. Beitarskúra
     05.01) Stefnumótun
     05.02) Skýrsla – um hugmyndir sem liggja fyrir.

Starkaður Sigurðarson gerir grein fyrir stefnumótun og lagði fram skýrslu um stöðu mála varðandi Beitarskúrinn.

6. Bryggjudagar 2023
Kynning á dagskrá Bryggjudaga í Langanesbyggð 2023 og umsókn um styrk.

Bókun um afgreiðslu: Á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir styrk að upphæð 500.000 kr.-

7. Bréf til Kirkjunnar þar sem farið er fram á viðræður um leigu á jörðinni Skeggjastaðir.
Gunnar Már Gunnarsson verkefnastjóri „Betri Bakkafjarðar“ hefur sent erindi í nafni Langanesbyggðar til Biskupsstofu með hugmyndum um leigu á Skeggjastöðum.

Bréf lagt fram til kynningar.

8. Ráðningasamningur við Sigríði Friðný Halldórsdóttur sem verkefnastjóra Kistunnar.
Samningurinn lagður fram til kynningar. Óskað er eftir tillögum frá nefndinni um tengsl Kistunnar við Langanesbyggð, í hvaða formi þau tengsl ættu að vera og með hvaða hætti.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnumálanefnd óskar eftir því að fá að koma að þeirri tengslanefnd sem komið verður á laggirnar við Kistuna. Þá óskar nefndin eftir því að verkefnastjóri Kistunnar komi á fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða

9. Önnur mál
a) Nefndin leggur áherslu á að salernismál á Langanesi verði leyst t.d. á Skálum eða á öðrum hentugum stað.
b) Nefndin vekur athygli á sóðaskap á Rauðanesi og gerir að tillögu sinni að komið verði upp skilti við vegamót um salernisaðstöðu í Fræðasetri um forystufé og að hægt sé að losna við sorp í gám við Svalbarðsafleggjara.
c) Nefndin vekur athygli á því að á og við Þórshöfn vantar skilti um þjónustu og endurnýja þarf skilti í Hófaskarði.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?