Fara í efni

6. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

12.04.2023 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

6. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 11. apríl 2022. Fundur var settur kl. 17:22.

Mætt voru: Sigríður Jóhannesdóttir varaformaður, Hjörtur Harðarson, Karl Ásberg Steinsson og Bjarnheiður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Teymisfundir nr. 7-10 vegna Fjarðarvegar 5
Fundargerðirnar lagðar fram.

2. Tillaga um rekstur tjaldsvæðis ásamt drögum að samningi
Lögð fram tillaga sem samþykkt var í sveitarstjórn um að útvista rekstur tjaldsvæðis. Tvær umsóknir bárust. Annars vegar frá Söru Stefánsdóttur og hins vegar frá Katrínu Sól Sigfúsdóttur og Völu Örvarsdóttur saman. Lög fram drög að samningi.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að samið verði við Katrínu Sól Sigfúsdóttur og Völu Örvarsdóttur á grundvelli þess samnings sem lagður er fram með tillögunni um rekstur tjaldsvæðisins.

Samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð 2. fundar um bryggjudaga 22.02.2023
Fundargerðin lögð fram.

4. Hagræn tengsl náttúruverndar og byggðaþróunar frá SSNE
Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið hefur gert samning við SSNE um að vinna að undirbúningi starfsstöðvar í náttúrurannsóknum í Bakkafirði.

Lagt fram til kynningar.

Bókun: Nefndin fangar þessum samningi milli umhverfis- orku og loftlagsráðuneytisins og SSNE enda um mikilvægt verkefni að ræða.

5. Starfsstöð í náttúrurannsóknum – Tillaga starfshóps. 22.03.2023
Greinargerð um starfsstöð í náttúrurannsóknum lögð fram til kynningar.

6. Önnur mál
a) Framtíð Bárunnar eða rekstur veitingastaðar á Þórshöfn í sumar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að kanna hvort veitingahús verði rekið á Þórshöfn í sumar. Mikilvægt er fyrir samfélagið að hér sé rekinn veitingarstaður.

b) Staðan á framkvæmdum, kostnaði við Fjarðarveg 5
Styrkur frá Jöfnunarsjóði að upphæð kr. 10 milljónir á síðasta ári fór til undirbúnings af hálfur Þekkinganets Þingeyinga sem tók verkið að sér samkvæmt samningi. Á yfirstandandi ári er vilyrði fyrir annarri eins upphæð frá Jöfnunarsjóði og sú upphæð mun einnig renna til Þekkingarnetsins fyrir undirbúning.

Á þessu ári er áætlað að sveitarsjóður leggi til framkvæmda 22 milljónir króna og nú þegar mun búið að ráðstafa um 18 milljónum af þeirri upphæð til endurbóta, flutnings á pósthúsi og undirbúnings fyrir setrið sem væntanlega fær nafnið „Kistan – þróun og þekking. Ráðstöfun efri hæðar er óráðin og enn fremur hvaða endurbætur þurfi að gera þar.

c) Málþing sem haldið var hér á Þórshöfn 3. apríl s.l. var vel heppnað. Fjöldi gesta og fyrirlesara mættu og áhugaverðar umræður sköpuðust. Nefndin fagnar áformum sem komu fram á fundinum um aukna afhendingargetu rafmagns sem er nauðsynlegt fyrir framtíðar atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.

d) Nefndin veltir því fyrir sér hver staðan á Finnafjarðarverkefninu sé og hvað er áformað í tengslum við það á næstu misserum af hálfu sveitarfélagsins.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:06

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?