Fara í efni

6. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

03.07.2019 17:00

6. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 3. júlí 2019. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst formaður, Þórarinn J. Þórisson, Almar Marinósson, Guðmundur Björnsson og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Tryggvi Steinn Sigfússon og varamenn boðuðu forföll.

Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og innti þá eftir hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki.

 

Fundargerð

1.         SVÓT greiningar – fyrstu niðurstöður

Fyrstu drög lögð fram að niðurstöðum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga á niðurstöðum SVÓT-greiningar funda sem haldnir voru í mars sl. á helstu atvinnuvegum sveitarfélagsins.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur að Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga greini betur helstu sóknarfæri á svæðinu og geri tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar í september nk.

Samþykkt samhljóða.

2.         Málefni Norðurhjara

Gögn frá Norðurhjara sem lögð voru fram á 4. fundi nefndarinnar, lögð fram að nýju.

Bókun um afgreiðslu: Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að semja við Norðurhjara um samstarf á grundvelli framlagðra samninga til eins árs til reynslu.

Með tillögunni greiddu: Mirjam og Þórarinn. Á móti Almar og Guðmundur. Tillagan fellur því á jöfnu.

Almar óskaði eftir eftirfarandi bókun: Beðið er eftir niðurstöðum samtals sveitarstjóra við Norðurhjara eins og fært hefur verið til bókar áður.

3.         Önnur mál

i.          Skýrsla Eyþings, Menntunarþörf í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum, dags. í maí 2019 eftir Mörtu Einarsdóttur o.fl., lögð fram.

 

Samþykkt að skýrslan verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar til efnislegrar umræðu.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:12.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?