Fara í efni

5. fundur, aukafundur atvinnu og nýsköpunarnefndar

21.02.2023 17:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

5. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 10. janúar 2022. Fundur var settur kl. 17:00.

Mætt voru: Daníel Hansen formaður, Hjörtur Harðarson, Sigríður Jóhannesdóttir og Björn S. Lárusson sem ritaði fundargerð.
Halldóra Gunnarsdóttir var í fjarfundarsambandi.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Starfsmaður Norðurhjara verður í fjarfundarsambandi
Halldóra ræðir þau verkefni sem Norðurhjari er að vinna að fyrir Langanesbyggð.

Hún gerði grein fyrir þeim verkefnum sem Norðurhjari er að vinna að. Norðurhjari vinnur fyrir NA land og þar með fyrir Langanesbyggð. Sótt var kaupstefnan Mannamót sem haldin var í Kópavogi. Stefnt að því að fara á Vesst-Norden. Þróun gönguleiða og stika göngustíga.

2. Farið yfir málefni atvinnu og nýsköpunarnefndar á síðasta kjörtímabili
Rýnt í þau verkefni sem fv. formaður kynnti á síðasta fundi. (sjá meðfylgjandi)

a) Fuglaskýli komið í Skoruvík.
b) Salernisaðstaða – Skálar eða Skoruvík.
c) Ferða- og atvinnustefna. Þarf að ljúka og leggja fyrir

Bókun um afgreiðslu: Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að kanna alla möguleika á því að koma upp salernisaðstöðu á Langanesi. Nefndin beinir því einnig til sveitarstjórnar að drög að atvinnustefnu sem nú liggur fyrir verði lögð fram í fyrir vorið.

Samþykkt samhljóða.

3. Skapandi störf sumarstörf.
Formaður gerir grein fyrir verkefninu „Skapandi sumarstörf“ í Fjarðabyggð.

Rætt um ýmsa möguleika á „skapandi sumarstörfum“ sérstaklega fyrir yngra fólk. Verkefni sem varða listsköpun sem snerta öll svið lista, tónlist, myndlist og leiklist.

Bókun um afgreiðslu: Nefnin ætlar að kanna hvort grundvöllur sé fyrir skapandi sumarstörfum í Langanesbyggð sumarið 2023.

4. Önnur mál

a) Björn gerði grein fyrir stöðu mála á Fjarðarvegi 5 þar sem allt er samkvæmt áætlun þó skortur sé á iðnaðarmönnum til verksins.
b) Nefndin ítrekar við sveitarstjórn fyrri fyrirspurn um framtíð Beitarskúrsins.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?